Neyðarlögin voru til þess að koma á fót bankakerfi á Íslandi

Ekkert nútímaþjóðfélag getur verið án bankastarfsemi. Þegar bankakerfið hrundi fyrir ári var það nauðsyn að koma bankastarfsemi í gang. Það að innistæðueigendum var heitið vernd var til þess eins að þeir hirtu ekki (eða reyndu að hirða) fé sitt úr nýju bönkunum. Ekkert slíkt loforð var gefið innistæðueigendum erlendra útibúa bankanna, enda þau fallin og engin áform um að koma þeim upp að nýju. Það er fyrir sig þótt þetta fari fram hjá útlendingum, en það er með ólíkindum að sumir Íslendingar virðast ekki gera sér grein fyrir þessu markmiði neyðarlaganna. Það er eins og bankahrunið hafi að einhverju leyti farið framhjá viðkomandi.
mbl.is Telja hollensk stjórnvöld líka bera ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gengur Norðmönnum til?

Það eru til skýringar á framferði Breta, Hollendinga og Svía (ekki þær sömu um öll ríkin), en hvað gengur Norðmönnum til? ESB er búið að ákveða að fórna Íslendingum á altari ónýts bankatryggingarkerfis. Jafnframt á að taka fyrir það að Íslendingar geti farið "dómstólaleiðina", þ.e. það á að afgreiða málið án dóms og laga. Vegna bíómynda þá tengjum við þá aðferð gjarnan við villta vestrið, þegar dómstólaleiðin var annað hvort ófær eða þótti of svifasein. Þessi aðferð, samningaleiðin svokölluð, hefur hins vegar verið iðkuð um aldir í Evrópu og altalað að þetta muni vera helzta leiðin til að skera úr um ágreining í skiptum manna á Sikiley. Þar mun dómstólaleiðin iðulega vera lokuð og farin samningaleiðin í staðin. Það heitir gjarnan að mönnum sé gert tilboð sem þeir geti ekki hafnað. Framferði Mafíunnar þar hefur verið fordæmd og lengi verið útbreidd skoðun að meðal siðaðra þjóða láti menn dómstóla um að skera úr ágreiningi um lagaleg efni. Nú er Noregur ekki aðili að ESB og þess vegna ekki bundinn af ákvörðunum sem þar eru teknar, (nema þær nái til EES líka). Hvað gengur Norðmönnum til? Hvaða hagsmunir eru svo brýnir fyrir Norðmenn að þeir styðja það að farið sé fram gegn okkur án dóms og laga?
mbl.is Stjórnin gagnrýnd fyrir hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkalög vegna andúðar á Íslendingum

Á vef Rúv segir: "Haft er eftir Carolin Atkinson, talsmanni sjóðsins á fréttaveitunni Bloomberg, að Íslendingar verði að leysa Icesave-málið  til að setja ekki af stað aftur alþjóðlega andúð sem varð á sínum tíma til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á íslenska banka". Það er þá komið fram að hryðjuverkalögin voru sett vegna andúðar brezkra stjórnvalda á Íslendingum. AGS virðist vera í vasa brezkra yfirvalda og gera það sem þau segja þeim, svo að við hljótum að trúa þessu. En þetta er merkilegt vegna þess að engin skýring hefur fyrr komið fram á því hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett. Bretar eiga það sem sagt til að setja hryðjuverkalög á ríki og þjóðir sem þeim er í nöp við. Þessi óvild brezkra stjórnvalda í garð Íslendinga þarfnast nánari útlistunar. Hefur hún minnkað? Var hún bundin við þann tíma þegar verst stóð á hjá okkur? Verður hún áfram ráðandi um framkomu brezkra stjórnvalda í garð Íslendinga? Þetta kann að vera gamalgróin óvild. Við vitum það ekki. Hingað til hafa verið hafðar í frammi alls kyns getgátur um ástæður Breta fyrir setningu hryðjuverkalaganna. Nú er hins vegar komin skýringin. Það verður að hafa í huga að Bretland er eins og kunnugt er eina ríkið sem komið hefur fram af fjandskap gagnvart Íslendingum og það hvað eftir annað alla síðustu öld og það sem af er þessari. Það er ástæða til að taka Icesave samningna upp í þessu ljósi, þ.e. gagnvart Bretum. Hollendingar hafa ekki haft í frammi neinar óvildaraðgerðir.


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju þennan lúxus?

Það er skiljanlegt að Húsvíkingar vilji koma þessum byggingum í notkun. Rekstur fangelsa hér er mjög dýr og virðist ekkert hafa verið reynt að lækka þann kostnað með t.d. útboði vistunar á Evrópska efnahagssvæðinu. Það hlýtur að vera í boði ódýrara húsnæði undir þetta og jafnvel minni launakostnaður í t.d. Eystrasaltslöndunum. Þar eru jafnvel enn vanir menn frá sovéttímanum.
mbl.is Þjónustuíbúðir verði auðmannafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar valdið eitt er eftir

Hingað til hefur ekki birzt rökstuðningur fyrir því að íslenzkur almenningur eigi að greiða skuldir þessara einkaaðila þótt íslenzkir séu. Það hefur hins vegar ekki farið fram hjá neinum að valdi hefur verið beitt og meiri valdbeitingu hótað. Bretland er eina ríkið sem hingað til hefur sýnt okkur fjandskap og það margítrekað. Hollendingar ætla nú að sigla í kjölfarið eins og Björn að baki Kára. Það er hins vegar erfitt að ímynda sér að utanríkisráðherra Hollands haldi að beinar hótanir efli stuðning við þvingunarsamkomulagið.
mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknilegar viðskiptahindranir ESB

Það eru alls kyns reglur í gangi hér vegna aðildar okkar að Schengen samkomulaginu og EES. Mikið af þeim eins og þessi til dæmis, eru vegna tæknilegra viðskiptahindrana ESB gagnvart Bandaríkjunum og að hluta til öðrum löndum utan bandalagsins. Þetta er sérstaklega ankannalegt hér á landi þar sem merkingar á vörum sem uppfylla allar reglur ESB eru stórum hluta Íslendinga óskiljanlegar (á framandi ESB málum), en vörur frá Bandaríkjunum og Kanada með enskum áletrunum og flestum Íslendingum skiljanlegar, eru bannaðar vegna einhverra mjög dularfullra reglna.

 


mbl.is Tollurinn tekinn í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig hljómar skuldbindingin?

Utanríkisráðherra gerir engar sérstakar athugasemdir, en hvernig hljómar sú skuldbinding sem felur í sér gjaldþrot Lýðveldisins Íslands? Ef einhver hefur hana undir höndum væri gott að hún yrði birt. Hingað til hafa talsmenn ríkisstjórnarinnar sagt að við yrðum að borga en ekki komið með nein rök því til staðfestingar annað en einhver minnisblöð frá einhverjum fundum. Ef ríkið tekur að sér að greiða eitthvað þarf sú ákvörðun að fara fyrir Alþingi. Sama gildir væntanlega um allar fjárskuldbindingar. Það er ekki nóg að ESB sé sammála um að við eigum að borga. Fjárskuldbindingar verða ekki til með slíkum samþykktum. Þær hafa hingað til verið kallaðar Egilsstaðasamþykktir. Nafnið mun vera þannig til komið að á fundi á Egilsstöðum voru menn ekki sammála um hve verðbólgan væri mikil. Þá stakk einhver upp á því að greiða um það atkvæði sem var gert, en það breytti að sjálfsögðu engu um það hver verðbólgan væri. Svipað á við um skuldbindingar okkar. Samþykktir einhverra um það hverjar þær eru koma málinu ekkert við.
mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útleið fyrir Steingrím J.

Tryggvi Þór Herbertsson hefur viðrað þá hugmynd að setja inn ákvæði sem takmarkar ríkisábyrgð við tiltekið hámarkshlutfall af þjóðarframleiðslu. Steingrímur J. hefur haldið því fram að það vaki ekki fyrir Bretum og Hollendingum að koma Ísandi á vonarvöl. Það vantar þó inn í samningin ákvæði þess efnis og við vitum ekkert hvað Steingrímur hefur fyrir sér í þessu. Framferði Breta frá því í haust gæti einmitt bent til þess að það sé markmið þeirra að koma Íslandi á vonarvöl. Með því að setja inn hámarksákvæði af því tagi sem Tryggvi nefnir er í engu vikið frá ákvæðum samningsins, nema að því leyti að sett væri inn trygging fyrir því að hann geti ekki kollvarpað efnahag þjóðarinnar. Ef mótaðilar okkar setja sig upp á móti slíku ákvæði, væri það til vitnis um að takmarkið væri þjóðargjaldþrot.

"Í Fréttablaðinu í morgun er greint frá yfirlýsingu sem Davíð Oddsson og Árni Mathiesen undirrituðu um að Ísland ábyrgðist innstæðurtryggingar." Lesið þessa frétt! Þar er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi gengist undir neitt umfram skyldur ríkisins. Ríki ESB eru sammála um að Ísland eigi eins og þau að tryggja innistæður umfram það sem í reglum segir. Röksemd ríkisstjórnarinnar er sú ein að það að þessir hagsmunaaðilar eru sammála um kröfuna geri það óhjákvæmilegt fyrir okkur að gangast við henni. Ráðherrar virðast ekki einu sinni hafa farið fram á að þessi krafa verði studd lögfræðilegum rökum. Það er amk. alveg óhjákvæmilegt að ríkisstjórn Íslands setji fram gögn málsins og sýni hvernig þessir "vinir" okkar eru að neyða okkur til samninga án raka með valdið eitt að vopni.


mbl.is Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningabaráttu vegna Evrópuþings lokið

Það er óþægilega stutt frá því að Eva Joly náði kjöri á Evrópuþingið. Var aðkomu hennar að íslenzkum málum ætlað það eina hlutverk að nýtast í kosningabaráttunni? Eins og fólk veit þá er helzti vandi frambjóðenda í nánast öllu kosningum að ná athygli. Það er alltaf hægt að bakka út úr svona og bera fyrir sig þau rök sem hún gerir, ekki farið eftir hennar ráðum, ónóg vinnuaðstaða o.s.frv. Slíkum rökum er eflaust erfitt að svara nema ráðin eru væntanlega einhvers staðar til ef þau hafa einhver verið. Nú þarf að upplýsa hvaða ráð það sem hún gaf en ekki farið eftir.
mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalt tjón

Íslenzkir ráðamenn kusu að beyja sig undir vald kommúnistastjórnarinnar í Peking og hittu ekki þjóðarleiðtoga Tíbeta Dalai Lama. Nú sitja þeir í vandræðum sínum uppi með það að þrátt fyrir þennan lúpuhátt hefur einræðisstjórnin að því er virðist kallað sendiherra sinn heim. Þetta er að því leyti verra en Falun Gong klúðrið um árið að þá var það amk. tylliástæða að halda þyrfti hættum frá hinum tigna gesti, forseta alþýðulýðveldisins Kína. Nú er tylliástæðan engin, og tjónið tvöfalt: Einræðisstjórn kommúnista í Kína er í fýlu við flokksbræður sína og -systur hér, jafnframt við íslenzka ríkið og jafnvel þjóðina, en ríkisstórn Íslands í þeirri óskemmtilegu stöðu að hafa glúpnað fyrir valdinu. Það er ólíkt meiri reisn yfir ríkisstjórn Danmerkur þar sem forsætisráðherrann, Rasmusen, tók á móti mikilmenninu og fyrrverandi forsætisráðherra, sem líka heitir Rasmusen, hafði líka tekið á móti honum. Danir hafa þar með styrkt þá ímynd sína að halda uppi reisn gagnvart alræðisöflum.
mbl.is Engin svör frá Kínverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband