Hvað gengur Norðmönnum til?

Það eru til skýringar á framferði Breta, Hollendinga og Svía (ekki þær sömu um öll ríkin), en hvað gengur Norðmönnum til? ESB er búið að ákveða að fórna Íslendingum á altari ónýts bankatryggingarkerfis. Jafnframt á að taka fyrir það að Íslendingar geti farið "dómstólaleiðina", þ.e. það á að afgreiða málið án dóms og laga. Vegna bíómynda þá tengjum við þá aðferð gjarnan við villta vestrið, þegar dómstólaleiðin var annað hvort ófær eða þótti of svifasein. Þessi aðferð, samningaleiðin svokölluð, hefur hins vegar verið iðkuð um aldir í Evrópu og altalað að þetta muni vera helzta leiðin til að skera úr um ágreining í skiptum manna á Sikiley. Þar mun dómstólaleiðin iðulega vera lokuð og farin samningaleiðin í staðin. Það heitir gjarnan að mönnum sé gert tilboð sem þeir geti ekki hafnað. Framferði Mafíunnar þar hefur verið fordæmd og lengi verið útbreidd skoðun að meðal siðaðra þjóða láti menn dómstóla um að skera úr ágreiningi um lagaleg efni. Nú er Noregur ekki aðili að ESB og þess vegna ekki bundinn af ákvörðunum sem þar eru teknar, (nema þær nái til EES líka). Hvað gengur Norðmönnum til? Hvaða hagsmunir eru svo brýnir fyrir Norðmenn að þeir styðja það að farið sé fram gegn okkur án dóms og laga?
mbl.is Stjórnin gagnrýnd fyrir hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín skoðun er að svokallaðar "vinaþjóðir" innan Norðurlandanna séu beittar hótunum og þrýstingi af AGS, Betum, Hollendingumog ESB sem ríkjabandalagi að taka þátt í aðför þeirra að okkur varðandi icesafe, ella hljóti þær verra af, hvað sem í því kann að felast.

Valdimar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Til að leita slíkra hagsmuna myndi ég skoða hvar norski olíusjóðurinn er fjárfestur.

Héðinn Björnsson, 14.8.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 17932

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband