Tvöfalt tjón

Íslenzkir ráðamenn kusu að beyja sig undir vald kommúnistastjórnarinnar í Peking og hittu ekki þjóðarleiðtoga Tíbeta Dalai Lama. Nú sitja þeir í vandræðum sínum uppi með það að þrátt fyrir þennan lúpuhátt hefur einræðisstjórnin að því er virðist kallað sendiherra sinn heim. Þetta er að því leyti verra en Falun Gong klúðrið um árið að þá var það amk. tylliástæða að halda þyrfti hættum frá hinum tigna gesti, forseta alþýðulýðveldisins Kína. Nú er tylliástæðan engin, og tjónið tvöfalt: Einræðisstjórn kommúnista í Kína er í fýlu við flokksbræður sína og -systur hér, jafnframt við íslenzka ríkið og jafnvel þjóðina, en ríkisstórn Íslands í þeirri óskemmtilegu stöðu að hafa glúpnað fyrir valdinu. Það er ólíkt meiri reisn yfir ríkisstjórn Danmerkur þar sem forsætisráðherrann, Rasmusen, tók á móti mikilmenninu og fyrrverandi forsætisráðherra, sem líka heitir Rasmusen, hafði líka tekið á móti honum. Danir hafa þar með styrkt þá ímynd sína að halda uppi reisn gagnvart alræðisöflum.
mbl.is Engin svör frá Kínverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 17914

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband