Össur á heiður skilinn

Össur á heiður skilinn fyrir að halda uppi vörnum fyrir íslenzkan málstað. Litlu verður Vöggur feginn mætti svo sem segja. Við fyllumst þakklæti ef ráðherrar okkar halda fram íslenzkum málstað. Það hefði hins vegar mátt spyrja þennan sænska ráðherra hvað hann hafi fyrir sér að hér sé um skuldbindingu íslenzka ríkisins. Hvaðan hefur maðurinn það? Það étur þetta hver eftir öðrum án þess að nokkurn tímann fylgi rök. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hér eru svo að klambra saman einhverju sem gæti stutt það að við eigum að borga, en sá málatilbúningur er frekar rýr og rökin tætingsleg. Hollenzkur ráðherra sagði (í gær minnir mig) að alþjóðlegt samkomulag lægi fyrir um að Íslendingar eigi að greiða þessar umræddu skuldir einkabankans Landsbanka. Engar fréttir hafa borizt af því að íslenzkir ráðamenn hafi borið sig eftir frekari upplýsingum um þetta leynisamkomulag, hverjir hafi staðið að því og um hvað það sé nákvæmlega. Ef slíkt samkomulag liggur fyrir er auðvitað mikilvægt að fá allar upplýsingar um það og bregðast við, en etv. er það til of mikils mælzt af þessari heimaseturíkisstjórn.
mbl.is Gagnrýnir harðlega sænskan ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru rökin fundin?

Það hefur verið mjög djúpt á rökum fyrir því að íslenzkur almenningur eigi að greiða skuldir sem einkaaðilar stofnuðu til. Hingað til hafa einu rökin verið þau að það myndi fara svo illa fyrir íslenzkum efnahag ef við myndum þráast við að fara að vilja Breta og Hollendinga. Hvernig hægt er að ná í lagarök fyrir þessu í einhverja skýrslu, hversu merkileg sem hún annars kann að vera, er amk. mér alveg hulin ráðgáta. Rök Breta og Hollendinga eru þau ein að þeir hafi lánað okkur fyrir þessu! og við eigum að borga til baka. Ekkert hefur verið haft fyrir því að rökstyðja flutninginn frá einkaskuld yfir í opinbera skuld.
mbl.is Dómstólaleiðin varhugaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blankt RÚV sýnir beint

Þótt RÚV sé rekið með bullandi halla var leikur Dana og Serba sýndur beint frá Austurríki, en danska ríkissjónvarpið gerð það ekki. Er alltaf til nægt fé ef íþróttir eru annars vegar?

Pólitískur áróðursþáttur ríkisstjórnarflokkanna, Spegillinn, er látinn óáreittur, sömuleiðis aðrir gæluþættir vinstrimanna eins og Víðsjá.


mbl.is Fækkað um 29 stöðugildi hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eigum við að taka á okkur skuldir einkabanka?

Hvers vegna eiga íslenzkir skattgreiðendur að taka á sig skuldir gjaldþrota einkabanka? Því hefur verið ítarlega svarað hvers vegna okkur ber engin skylda til þess og það hefur verið sagt að um þetta ríki "réttarfarslegur ágreiningur", en það er skrýtið hvers vegna Dominique Strauss-Kahn, Gordon Brown, Jan Peter Balkenende, Jens Stoltenberg, Lars Løkke Rasmussen, Fredrik Reinfeldt eða bara einhver annar þeirra sem heldur því fram að þetta séu skuldir okkar íslenzkra skattborgar bentu á einhvað því til rökstuðnings og ef ekki viðurkenna það þá að þetta byggir eingöngu á ofríki hins volduga en engum rökum.
mbl.is Íslendingar fá gusu frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn eru vinir okkar, ekki norsk stjórnvöld

Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að gera sér grein fyrir því að í Noregi er mikil velvild ríkjandi í garð okkar. Þessi velvild virðist byggja á einhverju sem liggur djúpt í norskri þjóðarsál. Þegar norsk stjórnvöld telja það þjóna einhverjum hagsmunum að níðast á Íslendingum eða láta hjá líða að koma til hjálpar þegar aðrir níðast á okkur þá er nauðsynlegt fyrir þau að norskur almenningur viti sem minnst af málinu. Það getur líka verið til bóta við slík óhæfuverk að norska þingið komi heldur ekki mikið að málum því að þar eru margvísleg tengsl við norska þjóð sem stjórn hans hátignar eru ekki svo þjáð af. Íslendingar ættu að rækta þessi tengsl við Norðmenn og ekki láta misjafna framkomu stjórnar hans hátignar skemma þau.
mbl.is Ísland eitt og yfirgefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggjum forsetaembættið niður

Þessi niðurstaða forsetans, að synja lögunum staðfestingar, er mjög að mínu skapi. Það breytir því ekki að nú ætti að vinda að því bráðan bug að leggja niður embætti forseta Íslands. Það er í hæsta máta óeðlilegt að það fari eftir ákvörðun eins manns hvort lög sem alþingi hefur sett taki gildi eða ekki. Eftir fjölmiðlamálið á sínum tíma, var talað um forsetaembættið nánast sem helgan dóm af hálfu þáverandi stjórnarandstöðu. Það virðist hafa breytzt núna. Semja þarf á einhverjar reglur til þess að koma málum í þjóðaratkvæði, t.d. með atbeina einhvers tiltekins hluta Alþingis, þó alls ekki meirihluta. Meirihluti Alþingis ætti að sjálfsögðu að geta komið málum til þjóðaratkvæðis, en það sem skiptir máli eru þau mál þar sem vilji þings og þjóðar er ekki sá sami.

Nú getur stjórnin gert líkt og fordæmi er fyrir, lagt fram frumvarp um niðurfellingu laganna. Þá taka gildi lögin frá í haust . Fallist Bretar og Hollendingar ekki á það, er um tvennt að ræða, semja aftur eða ekki og þá þurfa þeir að kæra fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir hafa reyndar ekki hafnað samningnum eins og hann leit út skv. lögunum í haust. Það hefur ekkert frá þeim komið nema "no letter".


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnafsláttur á refsingar

Veit einhver á hvaða lagabókstaf Hæstiréttur byggir það að veita magnafslátt á refsingar? Við heyrum oft um bandaríska dóma þar sem refsing safnast saman og menn geta fengið dóma upp á fangelsisvist sem er margfalt lengri en líklegur ævitími nokkurs manns.

Það hlýtur að þurfa skýr lagafyrirmæli til þess að veita afslætti af þessu tagi. Ef til er lagagrein sem heimilar dómstólum slíka afslætti, þarf að afnema hana hið fyrsta. Það skiptir ekki öllu máli þó að smáþjófar fái slíka afslætti, en það er afleitt þegar ofbeldismenn eiga í hlut.


mbl.is Dómur mildaður yfir kunnum síbrotamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótanir sem má ekki kalla hótanir?

"Fjármálaráðherra ítrekaði eftir ríkisstjórnarfund í dag að ekki væri verið að leyna Íslendinga neinu í tengslum við Icesave-samningana. Hins vegar væri ýmislegt, sem komi fram í samtölum manna, sem ekki eigi erindi í ræðustól Alþingis og upplýsingar um slíkt gætu skaðað hagsmuni Íslendinga. ".

Samdi Steingrímur (eða útsendarar hans) við Breta og Hollendinga um að hótanir yrðu ekki kallaðar hótanir? Er það bobbinn sem Steingrímur er kominn í? Það virðist hvað sem öðru líður ekki möguleiki að segja satt og rétt frá, hvað sem veldur.


mbl.is Íslendingum ekki verið hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein rétt ákvörðun í skattamálum

Þetta er rétt ákvörðun í sjálfu sér, að afnema sjómannaafsláttinn. Þessi afsláttur er þvílík sérmeðhöndlun að hún á engan rétt á sér. Hitt væri rétt að athuga hvort koma mætti einhverjum afslætti á vegna fráveru frá heimili. Það eru margir fleiri en sjómenn sem eiga við það að búa að vera langtímum að heiman vegna vinnu og svo hitt að margir sjómenn sem hafa notið afsláttarins eru ekkert sérstaklega mikið að heiman. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur einbeittan og sjálfstæðan skattlagningarvilja svo að það er ekki líklegt að einhverjir afslættir leiddir í lög á næstunni.
mbl.is Sjómenn búa við betri kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SS ekki stormsveitir

Stormsveit er íslenzk þýðing á Sturmabteilung skammstafað SA. Þessar sveitir voru í brúnum búningum og af því er dregið nafnið brúnstakkar. Þær voru mest áberandi áður en nazistar komust til valda og fyrstu valdaárin. Svörtu búningarnir voru einkenni SS sveitanna (Schutzstaffel), sem sáu um fjöldamorð, en mest kvað að þeim þegar líða tók á heimstyrjöldina. Það er algengt að rugla þessu saman.
mbl.is Nýnasistar kveðnir í kútinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 17932

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband