Færsluflokkur: Bloggar

Mikil vonbrigði

Þetta eru mikil vonbrigði, þar sem í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir því að dæma menn fyrir fjármálaafbrot þótt þau séu stór og í hlut eigi fjármálastofnanir og stórlaxar sbr. Enron og Madoff. Hér á landi virðast dómstólar glúpna fyrir stórlöxum. Fjármálastofnun fékk nýlega eftiráleyfi til þjófnaðar hjá sjálfum Hæstarétti Íslands. Fjármálastofnunin hafði tekið að sér að ávaxta fé með tilteknum skilmálum, en notaði féð til þess að "lána" vinum sínum án tryggingar. Réttlætiskennd venjulegs fólks greinir þetta ekki bara sem þjófnað heldur það sem er verra að stela því sem manni er trúað fyrir, en ekki Hæstiréttur. Þetta er leyfilegur þjófnaður að hans dómi. Því miður er líklegasta niðurstaðan í flestum ef ekki öllum málum, sem kunna að verða höfðuð vegna ránsherferðar stórlaxa sem endaði með hruni, sú að málum verði vísað frá vegna formgalla eða þjófnaðurinn verði hreinlega talinn leyfilegur.


mbl.is Glitnismáli vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margvíslegir hagsmunir

Við munum öll uppistandið sem varð þegar forseti vor hótaði Evrópubúum Kötlugosi sem yrði miklu verra á allan hátt en gosið í Eyjafjallajökli. Hagsmunaaðilar á Íslandi brugðust hart við enda hefur síðan orðið hrun í pöntunum á Íslandsferðum. Hagsmunir liggja víða. Það er til dæmis alveg hægt að ganga út frá því vísu að þessir vísindamenn við University College í London eru að leita eftir stuðningi við tilteknar rannsóknir, sem þeir gætu orðið frægir fyrir burt séð frá því hvort Kötlugos verður eða ekki. Það er svo annað mál, sem Reynir Böðvarsson bendir á, að það er ekkert sem bendir til þess að Kötlugos verði á næstunni. Katla hefur gosið um það bil tvisvar á öld en nú vantar ekki nema átta ár í að öld sé liðin frá síðasta gosi. Eldstöðin er líka að því leyti öðru vísi en Eyjafjallajökull að líkur eru á að gos komi upp undir þykkari jökli sem er kostur að því leyti að öskumyndun verður ekki alveg jafnmikil í byrjun goss. Auk þess eru gosefni frá Kötlu miklu basískari en úr Eyjafjallajökli, sem veldur því að sprengivirkni (öskumyndun) er nær eingöngu vegna vatns sem berst að gosrásinni. Spengivirknin í Eyjafjallajökli hélt áfram þótt vatn kæmist ekki lengur að, þar sem svo mikið var af gasi í kvikunni. Þetta olli því að öskumyndun hélt áfram fram að lokum goss (goshléi?) og kvikan sundraðist í mjög fíngerða ösku, miklu fíngerðari en í nokkru gosi sem orðið hefur hér á landi síðan 1875.
mbl.is Telja líklegt að Katla gjósi bráðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hleypa skriðu af stað

Líklegasta ástæða þeirrar tillögu að hækka laun Seðlabankastjóra er að með því mætti hækka laun allra hinna sem neðar standa í goggunarröðinni, ekki bara í Seðlabanka heldur líka í viðskiptabönkunum og alls staðar þar sem menn höndla með peninga. Á árum bólunnar var talið eðlilegt að þeir sem véluðu með peninga væru betur launaðir en aðrir menn. Þetta voru upp til hópa hámentaðir menn í sínum fræðum og fóru með alla bankana og eignarhaldsfélögin lóðbeint á hausinn. Ekki nóg með það heldur komu fjölda alsaklausra einstaklinga og fyrirtækja á hausinn líka og fóru langt með að koma landinu sömu leið.  Laun seðlabankastjóra eru langt yfir öllu því sem tíðast hjá forstjórum annarra ríkisfyrirtækja. Er ekki ráð að doka við með hækkanir launa úr ofurlaunum út í tóma vitleysu?  Höfum við ekki lært neitt af reynslunni?


mbl.is Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþörf niðurgreiðsla prentkostnaðar

Þessi ágæta skýrsla er til á netinu og mjög aðgengileg þar. Þeir sem ekki vilja, geta eða nenna lesa hana þar, og vilja hana heldur á pappírsformi ættu að eiga kost á því, en það er algjör ósvinna að við hin séum látin borga hluta prentkostnaðarins.
mbl.is Þriðja prentun skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn jökulruðningur

Gunnar sagði að mikið væri búið að ganga á þarna. „Þar sem var gróið land er núna þakið jökulruðningi. Það hefur sópast ofan af öllu þarna.“

Efnið sem fyllir nú hið áður fagra lón er jökulárset en ekki jökulruðningur.


mbl.is „Lónið er horfið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi mynd með frétt

"Starfsmenn frá Veðurstofu ætla að freista þess að setja vatnshæðarmæli í lónið við Gígjökul. Þar var mælir en hann fór þegar hlaup kom í lónið á miðvikudaginn."  Þarna er reyndar textinn líka villandi. Þetta fallega lón sem var, er ekki til lengur. Það má t.d. glögglega sjá á vefmyndavélinni vodafone.is/eldgos. 

 mynd Vodafone


mbl.is Reyna að setja mæli í lónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýna sparnað, frekar en spara

Ryanair er fyrirtæki sem fólk ætti að forðast í lengstu lög. Þar á bæ eru uppi alls kyns tilburðir til þess að koma því inn hjá viðskiptavinum að öll óþægindin sem flugfélagið leggur á þá séu til þess að spara. Ef grannt er skoðað er sparnaðurinn ekki í fyrirrúmi. T.d. mæting 2 tímum fyrir flugtak er eðlileg krafa, en að farþegar séu svo látnir bíða nærri alla þessa tvo tíma áður en innritun hefst, er til óþæginda en varla sparnaðar. Í smáu sem stóru reynir þetta flugfélag að verða farþegum sínum til óþæginda, svo að þeir sannfærist nú um að þeir hafi örugglega valið ódýrasta kostinn. Það er ágætt að flugvélaverksmiðjur, í þessu tilviki Boeing, hafi nú getað sett þeim stólinn fyrir dyrnar í frekari óþægindavæðingu.
mbl.is Nei hingað og ekki lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna verður stöðugt hissari og hissari!

Bankastjórnendur virðast hafa tekið við beinum fyrirmælum frá öflugustu eigendum bankans. Þessir sömu eigendur virtust á nýliðnum áratug eiga vísan stuðning til hvers sem var frá Samfylkingunni og væri vel þess virði að rifja upp orðfærið sem notað var í spunanum. Allir muna væntanlega enn framgöngu Samfylkingarinnar gegn fjölmiðlalögunum og í Baugsmálum, þar sem hún lagðist mjög eindregið á sveif með hagsmunum þessara aðila. Nú eru þau hissa, ja hérna.

Það er eins og þarna tali bara einhver húsmóðir í bænum, en þetta er forsætisráðherra landsins og (a.m.k. í orði kveðnu) með  meirihluta á alþingi. Hvernig væi að stjórnin beitti sér fyrir því að fyrningarfrestur yrði lengdur. Með sama áframhaldi verða allar kröfur á hendur gullrassanna fyrndar áður en lögum verður komið yfir þá.


mbl.is Glitnismál vekur furðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað veit Borg sem við vitum ekki?

Hvaðan hefur Borg það að um sé að ræða skuldbindingar íslenzkra skattgreiðenda? Hvernig gerðist það að skuldir einkaaðila urðu skuldir ríkisins? Er það eitthvað sem Borg veit en ekki við, sauðsvartur íslenzkur almenningu? Hvernig væri að blaðamenn spyrðu svona pótintáta um það hvað þeir hafa fyrir sér í því að um skuldir ríkisins sé að ræða? Þau lögfræðiálit sem fram hafa komið eru öll sammála um það að þetta sé rangt hjá Borg. Skuldir einkaaðila verði ekki sjálfkrafa ríkisskuldir. Bretar greiddu innistæðueigendum og sendu reikninginn á íslenzka skattgreiðendur. Vill sænski fjármálaráðherrann að kaupin gangi svona á eyrinni? Ætlar hann að greiða hvað sem er af skuldum sænskra einkaðila út um allan heim ef einhverri ríkisstjórn einhvers staðar dettur í hug að senda honum reikninginn?
mbl.is Borg vísar gagnrýni Össurar á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur á heiður skilinn

Össur á heiður skilinn fyrir að halda uppi vörnum fyrir íslenzkan málstað. Litlu verður Vöggur feginn mætti svo sem segja. Við fyllumst þakklæti ef ráðherrar okkar halda fram íslenzkum málstað. Það hefði hins vegar mátt spyrja þennan sænska ráðherra hvað hann hafi fyrir sér að hér sé um skuldbindingu íslenzka ríkisins. Hvaðan hefur maðurinn það? Það étur þetta hver eftir öðrum án þess að nokkurn tímann fylgi rök. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hér eru svo að klambra saman einhverju sem gæti stutt það að við eigum að borga, en sá málatilbúningur er frekar rýr og rökin tætingsleg. Hollenzkur ráðherra sagði (í gær minnir mig) að alþjóðlegt samkomulag lægi fyrir um að Íslendingar eigi að greiða þessar umræddu skuldir einkabankans Landsbanka. Engar fréttir hafa borizt af því að íslenzkir ráðamenn hafi borið sig eftir frekari upplýsingum um þetta leynisamkomulag, hverjir hafi staðið að því og um hvað það sé nákvæmlega. Ef slíkt samkomulag liggur fyrir er auðvitað mikilvægt að fá allar upplýsingar um það og bregðast við, en etv. er það til of mikils mælzt af þessari heimaseturíkisstjórn.
mbl.is Gagnrýnir harðlega sænskan ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband