Færsluflokkur: Bloggar
26.1.2012 | 14:29
Snjóruðningstæki en ekki veghefill
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2012 | 18:33
Farið rennur ekki um skarð í jökulgarð
Í fréttinni segir (og er samhljóða minnisblaði sem fylgir):
"Í minnisblaði um Hagavatnsvirkjun, frá 29. nóvember sl., segir að umhverfisáhrif virkjunar við Hagavatn mótist af því að stífla skarð sem myndaðist í jökulgarðinn fyrir um 80 árum. Þannig myndi uppistöðulón myndast sem yrði á sama stað og stöðuvatn sem hefði verið þar áður frá náttúrunnar hendi."
Þetta er alrangt. Skarðið sem Farið rennur um er grafið í móberg og er móbergsklöpp beggja vegna við gljúfrið sem Farið rennur um að Nýjafossi. Vonandi eru aðstæður sem varða uppgræðslu og annað tileyrandi hinni lífrænu náttúru betur unnið í þessari úttekt, en þeir þættir sem snúa að jarðfræði svæðisins. Það er reyndar ekkert nýtt að jarðfræðilegum þáttum er sýndur lítil sómi í samantektum af þessu tagi.
Vilja reisa virkjun við Hagavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2011 | 15:54
Vantar kort
Vilja lækka hámarkshraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2011 | 12:37
Frábærar björgunarsveitir
Maðurinn fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.10.2011 | 18:03
Alfleiðingar Schengen
Skilur það einhver af hverju við erum aðilar að Schengen samkomulaginu?
Upphaf þess var að íslenzkum stjórnmálamönnum þótti það óþægileg tilhugsun að þurfa að sýna vegabréf við komu til annarra af Norðurlöndunum. Eftir 2001 hefur hins vegar orðið sú breyting að enginn getur ferðast til eða frá landinu án vegabréfs nema etv. sjóleiðina. Allir þurfa að sýna vegabréf áður en stigið er inn í flugvél og það sýnist ekki mikið mál að þurfa að sýna það aftur þegar gengið er í land.
Í þessari frétt er verið að tala um hert landamæraeftirlit eftir ránið sem um er talað. Hefði vegabréfaeftirlit verið með eðlilegum hætti, hefðu nöfn þessara manna legið fyrir eða amk. verið hægt að þrengja hópinn mjög mikið. Það er komið nóg af þessari vitleysu. Losum okkur undan Schengensamkomulaginu.
Ekki komið til Íslands áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2011 | 17:43
Afleiðingar Schengen
Skilur það einhver af hverju við erum aðilar að Schengen samkomulaginu?
Upphaf þess var að íslenzkum stjórnmálamönnum þótti það óþægileg tilhugsun að þurfa að sýna vegabréf við komu til annarra af Norðurlöndunum. Eftir 2001 hefur hins vegar orðið sú breyting að enginn getur ferðast til eða frá landinu án vegabréfs nema etv. sjóleiðina. Allir þurfa að sýna vegabréf áður en stigið er inn í flugvél og það sýnist ekki mikið mál að þurfa að sýna það aftur þegar gengið er í land.
Í þessari frétt er verið að tala um hert landamæraeftirlit eftir ránið sem um er talað. Hefði vegabréfaeftirlit verið með eðlilegum hætti, hefðu nöfn þessara manna legið fyrir eða amk. verið hægt að þrengja hópinn mjög mikið. Það er komið nóg af þessari vitleysu. Losum okkur undan Schengensamkomulaginu.
Úrin úr ráninu fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.10.2011 | 12:42
Á formaður að vera sjálfkjörinn?
Þessi lófaklappsaðferð Samfylkingarinnar vekur athygli þeirra sem hafa kynnzt því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins er kjörinn. Þar er formaður aldrei sjálfkjörinn. Landsfundarfulltrúar skrifa nafn á blað, stinga því í kjörkassa og síðan er talið. Þegar formaður hefur verið kjörinn og tilkynnt um það, er varaformaður kjörinn með sama hætti. Þessi aðferð býður upp á það að fleiri geta fengið atkvæði en þeir sem lýst hafa yfir áhuga. Undirliggjandi óánægja með foryztu flokksins hefur þarna farveg til að sýna sig. Þessu er sem sagt öðru vísi farið hjá Samfylkingu. Þar klappa landsfundarfulltrúar einfaldlega fyrir formanninum en eru ekkert að spilla ánægjunni með kosningum. Formaður Vinstri grænna hefur frá upphafi þess flokks verið endurkjörinn með lófataki. Minnir óneitanlega á sterka foringja á öðrum menningarsvæðum.
Jóhanna sjálfkjörin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2011 | 13:30
Styrkur til menningarlífs þjóðarinnar
Ef styrkur (fjárveiting) ríkisins til Synfóníuhljómsveitarinnar væri til þess gerður að þetta fólk hefði vinnu og/eða til þess að lækka miðaverð til þeirra sem sækja tónleikanna, væri þetta viðhorf SUS réttmætt.
Markmiðið með fjárútlátunum er hins vegar allt annað. Markmiðið er að hér í landinu sé haldið uppi tónlistarlífi. Þeir sem sækja tónleikana og greiða þar með fyrir miða eru líka að stuðla að þessu sama og gera með því mér og fleirum greiða þar sem ég sæki miklu færri tónleika en æskilegt væri. Með öðrum orðum er ég að fá stuðning frá þeim sem sækja tónleikana en ekki öfugt. Það sem ég og afkomendur mínir fá fyrir stuðninginn er tónlistarlíf sem væri óhugsandi án hljómsveitarinnar.
Þótt SUS hafi þarna á röngu að standa er æskilegt að líta á alla kostnaðarliði ríkisins með gagnrýnu hugarfari og leggja af allar sporslur til einstaklinga, félaga, stofnana og fyrirtækja. Synfóníuhljómsveitin er hins vegar ekki að fá sporslu, heldur er ríkið þar að kaupa mikilvæga þjónustu.
SUS fagnar mögulegu verkfalli Sinfóníunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2011 | 14:27
Lögreglumenn í einkennisbúningum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2011 | 10:34
Þjónustugjald eða skattur?
Óvíst um innheimtu gjalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar