Jóhanna verður stöðugt hissari og hissari!

Bankastjórnendur virðast hafa tekið við beinum fyrirmælum frá öflugustu eigendum bankans. Þessir sömu eigendur virtust á nýliðnum áratug eiga vísan stuðning til hvers sem var frá Samfylkingunni og væri vel þess virði að rifja upp orðfærið sem notað var í spunanum. Allir muna væntanlega enn framgöngu Samfylkingarinnar gegn fjölmiðlalögunum og í Baugsmálum, þar sem hún lagðist mjög eindregið á sveif með hagsmunum þessara aðila. Nú eru þau hissa, ja hérna.

Það er eins og þarna tali bara einhver húsmóðir í bænum, en þetta er forsætisráðherra landsins og (a.m.k. í orði kveðnu) með  meirihluta á alþingi. Hvernig væi að stjórnin beitti sér fyrir því að fyrningarfrestur yrði lengdur. Með sama áframhaldi verða allar kröfur á hendur gullrassanna fyrndar áður en lögum verður komið yfir þá.


mbl.is Glitnismál vekur furðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Skúli,

Ég hef enga trú á að "bara einhver húsmóðir í bænum" tali svona.  Ef það er einhver á Íslandi - eða erlendis, ég bý í Bandaríkjunum - sem ekki veit að eigendur bankanna stjórnuðu þeim þá hefur sá hinn sami verið sofandi.  Ef einhver velkist í vafa um það þá er bara að lesa fréttir síðustu ára.  Bönkunum var stjórnað af eigendum þeirra sem fóru í sjóði þeirra eins og þeim sýndist fyrir sig og sína.  Því miður höfðu þessir menn hvorki reynslu né þekkingu til þess að reka banka, eða eiga þá, og það er ein ástæðan fyrir því að Ísland er í þúsunda milljarða skuldasúpu.  Hin ástæðan er sú að meginþorri þjóðarinnar tók þátt í ruglinu og lét blekkjast af gerfifjármagninu sem allstaðar flóði í "góðærinu" og gekk fram af sér í skuldum. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 9.4.2010 kl. 15:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auðvitað er Jóhanna hissa. Vinir hennar í Samfó voru búin að telja henni trú um að þessi Jón Ásgeir væri fínn gaur, enda einn af aðalstyrktaraðilum flokksins.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2010 kl. 15:43

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

....að meginþorri þjóðarinnar tók þátt í ruglinu....segir Arnór Baldvinsson. Þetta orðalag býður upp á misskilning og er eiginlega vafasöm ályktun.

Ekki hafði verið gert lítið úr hæfni þess fólks sem sat í bönkunum og veitti ráðgjöf þeim sem særðir höfðu verið til þess með auglýsingum að nýta sér hina faglegu þjónustu og afhenda viðkomandi banka fjármuni sína til öruggrar ávöxtunar sem stýrt væri af sérfræðingum bankans.

Það er ósmekklegt að hæða það fólk sem trúði því að fagmenn í bankarekstri hefðu þekkingu til að vinna af ábyrgð og fagmennsku.

Enginn liggur bíleiganda á hálsi þótt hann eigi viðskipti við verkstæði sem býður aðstoð við að ryðverja bifreið hans til að tryggja betri endingu.

Og að því ógleymdu að stjórnvöld þverneituðu allt til síðasta dags að fjárvörslu íslenskra banka fylgdi minnsta áhætta. 

Árni Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 17:41

4 identicon

Það hefur ekki hina minnstu þýðingu að koma með gáfulegar athugasemdir í nútímanum vegna efnahagshruns þjóðarinnar. Það er augljóst og þarf ekkert að flækja það neitt að fjöreggi þjóðarinnar þ.e. efnahagnum, hefur verið stolið og það sem er kannski ótrúlegast er að enn eru þessir menn að ná sér í fé út úr bankakerfinu eða sjóðum og koma þeim fyrir erlndis fyrir eigin síðari not.  Sigurjón Digri fyrrum Bankastjóri Landsbankans og höfundur Icesave mesta efnahagsþjófnaðar allra tíma gengur enn laus og með hjálp ýmissa kemst hann enn yfiir fé.  Má þar minnast á "aðstoð" lögmannsins Guðjónssonar við að ná nikkrum tugum milljóna út úr landsbankanum eftir hrun eins og ekki væri komið nóg af svindli og svínaríi. Svo gat hann einnig flutt milljóna bifreiðir yfir á ættingja eða konuna fyrir smáaura.

En n.b. ef þú ert ekki glæpamaður í eðlinu þá skaltu ekki reyna að skilgreina þetta á nokkurn hátt því þú skilur það ekki.  Verndin sem þjófar og ræningjar fá erfrá lögfræðinum og stjórnmálamönnum af sömu sort og þannig er staðan í dag.  Engum hefur verið stungið inn, engir fjármunir endurheimtir og forsætisráðherrann segir, ja þetta verður að hafa sinn gang en er samt HISSA. Landið vantar leiðtoga sem tekur á málunum, tekur á kauðunum og seturbráðbyrgðalög til að ná þeim, þannig er það í öðrum löndu, en NEI ekki hér, hér þrífst sukkið og grær og grær og þjóðin má svo bara borga brúsann.

Larsen (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 17929

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband