14.12.2010 | 22:05
Mikil vonbrigði
Þetta eru mikil vonbrigði, þar sem í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir því að dæma menn fyrir fjármálaafbrot þótt þau séu stór og í hlut eigi fjármálastofnanir og stórlaxar sbr. Enron og Madoff. Hér á landi virðast dómstólar glúpna fyrir stórlöxum. Fjármálastofnun fékk nýlega eftiráleyfi til þjófnaðar hjá sjálfum Hæstarétti Íslands. Fjármálastofnunin hafði tekið að sér að ávaxta fé með tilteknum skilmálum, en notaði féð til þess að "lána" vinum sínum án tryggingar. Réttlætiskennd venjulegs fólks greinir þetta ekki bara sem þjófnað heldur það sem er verra að stela því sem manni er trúað fyrir, en ekki Hæstiréttur. Þetta er leyfilegur þjófnaður að hans dómi. Því miður er líklegasta niðurstaðan í flestum ef ekki öllum málum, sem kunna að verða höfðuð vegna ránsherferðar stórlaxa sem endaði með hruni, sú að málum verði vísað frá vegna formgalla eða þjófnaðurinn verði hreinlega talinn leyfilegur.
Glitnismáli vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 13:25
Margvíslegir hagsmunir
Telja líklegt að Katla gjósi bráðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2010 | 13:38
Að hleypa skriðu af stað
Líklegasta ástæða þeirrar tillögu að hækka laun Seðlabankastjóra er að með því mætti hækka laun allra hinna sem neðar standa í goggunarröðinni, ekki bara í Seðlabanka heldur líka í viðskiptabönkunum og alls staðar þar sem menn höndla með peninga. Á árum bólunnar var talið eðlilegt að þeir sem véluðu með peninga væru betur launaðir en aðrir menn. Þetta voru upp til hópa hámentaðir menn í sínum fræðum og fóru með alla bankana og eignarhaldsfélögin lóðbeint á hausinn. Ekki nóg með það heldur komu fjölda alsaklausra einstaklinga og fyrirtækja á hausinn líka og fóru langt með að koma landinu sömu leið. Laun seðlabankastjóra eru langt yfir öllu því sem tíðast hjá forstjórum annarra ríkisfyrirtækja. Er ekki ráð að doka við með hækkanir launa úr ofurlaunum út í tóma vitleysu? Höfum við ekki lært neitt af reynslunni?
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2010 | 15:55
Óþörf niðurgreiðsla prentkostnaðar
Þriðja prentun skýrslunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010 | 17:57
Enginn jökulruðningur
Gunnar sagði að mikið væri búið að ganga á þarna. Þar sem var gróið land er núna þakið jökulruðningi. Það hefur sópast ofan af öllu þarna.
Efnið sem fyllir nú hið áður fagra lón er jökulárset en ekki jökulruðningur.
Lónið er horfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2010 | 14:49
Villandi mynd með frétt
"Starfsmenn frá Veðurstofu ætla að freista þess að setja vatnshæðarmæli í lónið við Gígjökul. Þar var mælir en hann fór þegar hlaup kom í lónið á miðvikudaginn." Þarna er reyndar textinn líka villandi. Þetta fallega lón sem var, er ekki til lengur. Það má t.d. glögglega sjá á vefmyndavélinni vodafone.is/eldgos.
Reyna að setja mæli í lónið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2010 | 13:23
Sýna sparnað, frekar en spara
Nei hingað og ekki lengra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2010 | 15:11
Jóhanna verður stöðugt hissari og hissari!
Bankastjórnendur virðast hafa tekið við beinum fyrirmælum frá öflugustu eigendum bankans. Þessir sömu eigendur virtust á nýliðnum áratug eiga vísan stuðning til hvers sem var frá Samfylkingunni og væri vel þess virði að rifja upp orðfærið sem notað var í spunanum. Allir muna væntanlega enn framgöngu Samfylkingarinnar gegn fjölmiðlalögunum og í Baugsmálum, þar sem hún lagðist mjög eindregið á sveif með hagsmunum þessara aðila. Nú eru þau hissa, ja hérna.
Það er eins og þarna tali bara einhver húsmóðir í bænum, en þetta er forsætisráðherra landsins og (a.m.k. í orði kveðnu) með meirihluta á alþingi. Hvernig væi að stjórnin beitti sér fyrir því að fyrningarfrestur yrði lengdur. Með sama áframhaldi verða allar kröfur á hendur gullrassanna fyrndar áður en lögum verður komið yfir þá.
Glitnismál vekur furðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2010 | 11:11
Varizt lægðir í landslagi
Varað við banvænum eiturgufum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2010 | 14:59
Hvað veit Borg sem við vitum ekki?
Borg vísar gagnrýni Össurar á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar