Neyðarlögin voru til þess að koma á fót bankakerfi á Íslandi

Ekkert nútímaþjóðfélag getur verið án bankastarfsemi. Þegar bankakerfið hrundi fyrir ári var það nauðsyn að koma bankastarfsemi í gang. Það að innistæðueigendum var heitið vernd var til þess eins að þeir hirtu ekki (eða reyndu að hirða) fé sitt úr nýju bönkunum. Ekkert slíkt loforð var gefið innistæðueigendum erlendra útibúa bankanna, enda þau fallin og engin áform um að koma þeim upp að nýju. Það er fyrir sig þótt þetta fari fram hjá útlendingum, en það er með ólíkindum að sumir Íslendingar virðast ekki gera sér grein fyrir þessu markmiði neyðarlaganna. Það er eins og bankahrunið hafi að einhverju leyti farið framhjá viðkomandi.
mbl.is Telja hollensk stjórnvöld líka bera ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er ósammála þessu.

Það þurfti ekki neyðarlög til að halda bankakerfinu gangandi. Það þurfti bara skiptastjóra sem má reka þá áfram. Það þurfi ekki að finna upp "neyðarlög" eða "skilanefndir" til þess.

Það er líka alrangt að þetta væri gert til að forðast að fólk tæki út innistæður sínar. Skiptastjóri getur hamlað slíku í samræmi við þarfir kröfuhafa. Neyðarlögin voru fyrst og fremst bláköld hagsmunagæsla fyrir þá sem áttu fjármagn í bankakerfinu og hún er á kostnað þeirra sem skulduðu bönkunum og var þó nóg búið að taka þá í afturendann með forsendubresti.

Fjármagnseigendur áttu bara tryggingu fyrir 2,5 milljón en neyðarlögin tryggðu sumum þeirra vernd á hundruðum milljóna. Með öðrum orðum: Fjármagnseigendum var bjargað undir þeim formerkjum að fé á sparifjárreikningum væri allt saman stikkfrí frá hamförum í bankakerfinu. Svo er bara alls ekki. 

Löggjöfin sem tekin var úr sambandi með neyðarlögunum gat alveg haldið öllu gangandi ekki síður en sú vitleysa sem fór í gang við setningu þeirra. Icesave bullið er að stærstum hluta skilgetið afkvæmi neyðarlaganna.

Spurðu þig þeirra spurningar hvort þú sæir ríkið ábyrgjast tryggingafélögin í því að bæta tjón ef öll hús á Íslandi myndu samtímis hrynja í jarðskjálfta? Ég er hræddur um ekki. Þegar slíkar hamfarir eins og bankahrun á sér stað þá er komið hamfaraástand sem ekki er hægt að láta neinn annan ábyrgjast. Þetta er í tryggingarskilmálum kallað "force majeure" og í slíkum tilvikum er ekk lengur hægt að ábyrgjast tjón.

Með hliðsjón af ofangreindu átti einfaldlega að setja skiptastjóra á Glitnisbanka. Þá hefðu bretar sleppt hryðjuverkalögum og hugsanlega hefðu hinir bankarnir hangið. Ég er reyndar þeirra skoðunar ennþá að Seðlabankinn átti að lána Glitni og kaupa þannig nokkrar bráðnauðsynlegar vikur til að vinna að björgunaraðgerðum. Til þess kom ekki og því ómögulegt að fabúlera um framhaldið. Um það gætum við eflaust þrefað endalaust.

Haukur Nikulásson, 20.10.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

  • Íslenska ríkið bar ekki að ábyrgjast nema 20.885 evrur eða um 3,4 milljónir. Það að þingið ákvað mismuna viðskiptavinum bankana, var algjörlega óeðlilegt. Það að ábyrgjast hærri upphæð fyrst ekki var til þess fé í bankanum og eða í Innistæðutryggingasjóðnum var gerræðislega ósvífið og þá algjörlega á kostnað almennings. Plús abyrgðirnar í bretlandi og í Hollandi sem ég held að þessir þingmenn hafi bara ekki áttað sig á.
  • Menn skulu gera sér grein fyrir því að eigendur bankanna hafa átt gríðar- legar upphæðir inni á reikningum í bönkunum. Ríkisstjórnin tryggði þeim sína peninga og þeir gátu hlaupið með þá í burtu evrum.
  • Ég er sammála Hauki, að eðlilegast var að bankarnir hefðu fengið sömu meðferð og önnur gjaldþrota einkafyrirtæki eða hlutafélög.
  • Strax hefði verið skipaður skiptastjóri eða skiptastjórar sem hefðu rekið þrotabúin áfram. Það er ekki bara að innistæðueigendum hafi verið mis- munað milli eftir því hvort þeir voru með viðskipti í mismunandi löndum, heldur var einnig gengið á rétt flesta skuldara en ekki allra. 
  • Þar spilaði inn í myndina, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hafði hjá sér einstaka hvöt til að vernda útgerðarfyrirtækin í öllu þessu balli. 
  • En þau skulduðu Landsbankanum fúlgur fjár. Mig minnir að Asmundur hafi sagt að skuldir útgerðarinnar við Landsbankann hafi verið um 500 hundruð milljarðar. 
  • það er alltaf best að fylgja réttum reglum, því vegna þess að ríkissjóður þjóðnýtti bankanna á ríkissjóður yfir sér kröfur um fébætur frá þeim aðilum sem hafa tapað á öllu saman. Þó flestir hafi fallist á að kaupa hlutafé í þessum nýju bönkum.

Kristbjörn Árnason, 20.10.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er ugglaust margt til í þessu hjá þér en það stendur óhaggað að ef ekki hefði verið reynt að tryggja innistæðueigendur hefði orðið jafnfráleitt að eiga inneignir eins og það var fyrir 1978 og við munum vel. Ástæða fyrir beitingu hryðjuverkalaga á Ísland hefur ekki komið fram hjá brezkum yfirvöldum, allt sem um það mál hefur verið sagt hér á landi eru getgátur einar. Líklegasta skýringin er þörf Gordon Browns og flokks hans að gera eitthvað eftir að Lehman Brothers féll. Það var ekki í myndinni að styggja Bandaríkjamenn, en Ísland þægilegt viðfangsefni. Ég var erlendis þegar Gordon hellti sér yfir okkur og þar var mjög áberandi að þar fór maður sem var að ljúga. Íslenzk stjórnvöld hafa ekki krafizt skýringa á framferði Breta þarna, hvorki þáverandi stjórn, núverandi né sú sem þar sat á milli. Utanríkisráðuneytið virðist vera að gera eitthvað allt annað en sinna hagsmunamálum þjóðarinnar og forsætisráðherrann mátti ekki vera að því að sækja NATO fund þar sem mættir voru þjóðarleiðtogar m.a. USA, UK, Frakklands og Þýzkalands.

Skúli Víkingsson, 20.10.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband