30.7.2009 | 16:17
Hryðjuverkalög vegna andúðar á Íslendingum
Á vef Rúv segir: "Haft er eftir Carolin Atkinson, talsmanni sjóðsins á fréttaveitunni Bloomberg, að Íslendingar verði að leysa Icesave-málið til að setja ekki af stað aftur alþjóðlega andúð sem varð á sínum tíma til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á íslenska banka". Það er þá komið fram að hryðjuverkalögin voru sett vegna andúðar brezkra stjórnvalda á Íslendingum. AGS virðist vera í vasa brezkra yfirvalda og gera það sem þau segja þeim, svo að við hljótum að trúa þessu. En þetta er merkilegt vegna þess að engin skýring hefur fyrr komið fram á því hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett. Bretar eiga það sem sagt til að setja hryðjuverkalög á ríki og þjóðir sem þeim er í nöp við. Þessi óvild brezkra stjórnvalda í garð Íslendinga þarfnast nánari útlistunar. Hefur hún minnkað? Var hún bundin við þann tíma þegar verst stóð á hjá okkur? Verður hún áfram ráðandi um framkomu brezkra stjórnvalda í garð Íslendinga? Þetta kann að vera gamalgróin óvild. Við vitum það ekki. Hingað til hafa verið hafðar í frammi alls kyns getgátur um ástæður Breta fyrir setningu hryðjuverkalaganna. Nú er hins vegar komin skýringin. Það verður að hafa í huga að Bretland er eins og kunnugt er eina ríkið sem komið hefur fram af fjandskap gagnvart Íslendingum og það hvað eftir annað alla síðustu öld og það sem af er þessari. Það er ástæða til að taka Icesave samningna upp í þessu ljósi, þ.e. gagnvart Bretum. Hollendingar hafa ekki haft í frammi neinar óvildaraðgerðir.
Afgreiðslu AGS frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ags er í rassvasa Esb og Esb er í rassvasa Bilderbergs
Alexander Kristófer Gústafsson, 30.7.2009 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.