26.4.2009 | 16:58
Ending vinstri stjórna
Stjórnir vinstir manna hafa ekki staðið lengi hingað til. Erfiðlega hefur gengið við venjuleg skilyrði að koma saman fjárlögum o.þ.h. Vinstri menn störfuðu lengur saman í borgarstjórn undir merkjum R-listans en þeim hefur tekizt í ríkisstjórn. Lykillinn að því var stóraukin útgjöld. Skattar voru hækkaðir og jafnframt naut borgarsjóður tekna frá Orkuveitunni. Nú eru ekki venjulegir tímar í ríkisfjármálum. Hver sem kemur að stjórn ríkisins nú þarf að skera niður útgjöld í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Það er hvergi neitt skjól gegn því. Hvaðan kemur vinstri mönnum styrkur til slíks núna, þegar þeir hafa ekki einu sinni getað komið sér saman um niðurskurð á venjulegum tímum? Etv. hefur þeim öðlazt eitthvað nýtt sem við höfum ekki heyrt um enn. Það bendir þó ekki til neins góðs, að enn minnist enginn þeirra á ríkisfjármálin nema til að nefna ný útgjöld. Það er heldur ekki góðs viti að þau tala um að ekkert liggi á. Halló! Liggur ekki á? Má bara taka öllu með ró og láta afganginn af atvinnulífinu lognast út af?
Þingað um nýja stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Skúli.
Allt, er einu sinni, fyrst !
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.