Sýna sparnað, frekar en spara

Ryanair er fyrirtæki sem fólk ætti að forðast í lengstu lög. Þar á bæ eru uppi alls kyns tilburðir til þess að koma því inn hjá viðskiptavinum að öll óþægindin sem flugfélagið leggur á þá séu til þess að spara. Ef grannt er skoðað er sparnaðurinn ekki í fyrirrúmi. T.d. mæting 2 tímum fyrir flugtak er eðlileg krafa, en að farþegar séu svo látnir bíða nærri alla þessa tvo tíma áður en innritun hefst, er til óþæginda en varla sparnaðar. Í smáu sem stóru reynir þetta flugfélag að verða farþegum sínum til óþæginda, svo að þeir sannfærist nú um að þeir hafi örugglega valið ódýrasta kostinn. Það er ágætt að flugvélaverksmiðjur, í þessu tilviki Boeing, hafi nú getað sett þeim stólinn fyrir dyrnar í frekari óþægindavæðingu.
mbl.is Nei hingað og ekki lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

hvað meinar þú að farþegar séu látnir bíða í tvo tíma áður en innritun hefst.. meinar þú innritun í flugið eða í flugvélina.

Sigurður F. Sigurðarson, 15.4.2010 kl. 19:56

2 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Það er magnað að lesa sum skrif. Ég nota Ryanair reglulega og konan meira. Við erum hálfgerðir ferðafíklar en líka soldið nísk þannig að við notum Ryanair enda miklu,miklu, miklu ódýrara oftast nær.

 Jú þú mætir 2 tímum fyrir brottför en alltaf og ég meina alltaf höfum farið fyrr í loftið á undan áætlun og allt að 45 mín fyrr. Þegar allir eru mættir þá fer Ryanair af stað ef mögulegt er og eru þeir með bestu tímaáætlun allra flugfélaga í evrópu las ég í einni skýrslu.(Nei hún var ekki gefinn útaf Ryanair)

Ef það er eitthvað félag sem er skítafélag þá er það Icelandair. Þú borgar í fyrsta lagi verð á miða eftir IP tölu, þetta hef ég kannað og verðið er hærra á Íslandi en eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð eða Austurríki. Ekki alltaf en oftast nær og var ég með félaga minn á spjalli í tölvunni á Íslandi þegar ég var bæði í Noregi og Svíþjóð og við könnuðum þetta bak og fyrir. 

Ég viðurkenni það alveg að mér finnst sætin í Ryanair mjög óþægileg og færi ekki í lengra flug en 3 tíma með þeim en maturinn er betri, þjónustan er betri og að ég tali nú ekki um að ég er alltaf kominn á undan áætlun sem mér finnst stór, STÓR plús við Ryanair og þeir eiga hrós skilið.

Reyndar er versta þjónusta sem ég veit um í Icelandair og ótrúlega ömurlegt viðmót þar og hef ég ferðast með ansi mörgum flugfélögum og ég hef heyrt fólk segja sömu sögu, já þeir eru víst ekki Íslendingar enda er allt íslenskt best heyrist manni oft á tíðum ;o).

Júlíus Valdimar Finnbogason, 15.4.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband