Færsluflokkur: Bloggar

Aðeins til innanlandsnota?

Er utanríkisráðherrann svona kotrosinn gagnvart flokksbræðrum sínum í Bretlandi?. Þeir hafa farið fram með fáheyrðri óskammfeilni og lygum gagnvart okkur, og komizt upp með það. Utanríkisráðuneytið hefur farið afar varlega í samskiptum við Breta og virðist ekki vilja fyrir nokkurn mun styggja þá. Það þarf meira en viðtal við utanríkisráðherra í íslenzkum fjölmiðli og borginmannleg ummæli hans þar til að reka það slyðruorð af utanríkisráðherrum Samfylkingarinnar.
mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn lýgur Gordon Brown

Ég var í Róm síðastliðið haust og sá í sjónvarpinu mann sem var að ljúga, þá að það var Gordon Brown. Þrátt fyrir að andlit hans er að sjálfsögðu alkunnugt, var upplifunin sú að fyrst sá ég að maðurinn var að ljúga, síðan að það var Gordon Brown og síðast kom í ljós að umfjöllunarefnið voru íslenzkir bankar. Þeir voru þá rasandi yfir því að lítið varð úr brezkum inneignum í bankanum Leaman Brothers, þegar hann fór á hausinn. Það var að sjálfsögðu ekkert hægt að gera gegn bandarískum banka. Brezka stjórnin var að koma því til leiðar að taka yfir Kaupthing Singer & Friedlander bankann degi áður en björgunarferli brezkra stjórnvalda til handa þarlendum bönkum fór í gang. Hjástoð hans Alistair Darling laug því svo upp á Árna Matthiesen að íslenzk sjórnvöld ætluðu ekki að standa í skilum. Íslenzk stjórnvöld verða að koma þessum síðustu lygum brezka forsætisráðherrans rækilega upp á yfirborðið. Þau verða að fá það á hreint hvort Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn sé í einhverju pukri við brezk stjórnvöld á bak við þau íslenzku. Það er alveg nóg fyrir okkur að hafa við völd fólk sem vill fyrir alla muni hafa Breta og aðra í ESB góða hvað sem það kostar íslenzka þjóð.
mbl.is Bretar að semja við IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar að sitja áfram þrátt fyrir höfnun í kosningum?

Kolbrúnu Halldórsdóttur var hafnað í kosningunum, féll út af þingi. Hvernig fer það við hina miklu kröfu um aukið lýðræði, en um slíkt hefur verið haft hátt um að undanförnu, að hún sæti áfram sem ráðherra?
mbl.is Ekkert liggur á stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alveg rétt hjá Kjartani

Á landsfundi kom mjög afgerandi í ljós að fundurinn lýsti fullum stuðningi við Vilhjálm Egilsson þótt gagnrýni hans einhvern tíma hafi valdið honum óhelgi hjá Davíð Oddssyni. Davíð var vel tekið á fundinum enda kom margt fram í ræðu hans. Það fór þó allt fyrir ofan garð og neðan hjá fjölmiðlum nema hin ómaklega árás Davíðs á Vilhjálm.

Ein mikilvæg ástæða fyrir fylgishruni flokksins, sem Kjartan nefnir ekki, er að í kreppu sækir fylgi frá frjálslyndi til stjórnlyndis sem á okkar slóðum þýðir vinstri sveifla. (Sunnar í álfunni getur fylgi farið á öfgaþjóðernissinnaða flokka þ.e. fasíska). 

Það eru margar samverkandi ástæður fyrir fylgishruninu og þær þarf að greina en ekki stökkva á það fyrsta sem mönnum dettur í hug.


mbl.is Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ending vinstri stjórna

Stjórnir vinstir manna hafa ekki staðið lengi hingað til. Erfiðlega hefur gengið við venjuleg skilyrði að koma saman fjárlögum o.þ.h. Vinstri menn störfuðu lengur saman í borgarstjórn undir merkjum R-listans en þeim hefur tekizt í ríkisstjórn. Lykillinn að því var stóraukin útgjöld. Skattar voru hækkaðir og jafnframt naut borgarsjóður tekna frá Orkuveitunni. Nú eru ekki venjulegir tímar í ríkisfjármálum. Hver sem kemur að stjórn ríkisins nú þarf að skera niður útgjöld í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Það er hvergi neitt skjól gegn því. Hvaðan kemur vinstri mönnum styrkur til slíks núna, þegar þeir hafa ekki einu sinni getað komið sér saman um niðurskurð á venjulegum tímum? Etv. hefur þeim öðlazt eitthvað nýtt sem við höfum ekki heyrt um enn. Það bendir þó ekki til neins góðs, að enn minnist enginn þeirra á ríkisfjármálin nema til að nefna ný útgjöld.  Það er heldur ekki góðs viti að þau tala um að ekkert liggi á. Halló! Liggur ekki á? Má bara taka öllu með ró og láta afganginn af atvinnulífinu lognast út af?
mbl.is Þingað um nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð eyðilagði eigin ræðu

Ræða Davíðs á landsfundinum var mjög áhugaverð, en í lokin gat hann ekki látið vera að ráðast á Vilhjálm Egilsson, að nafninu til vegna endurreisnarnefndarinnar sem Vilhjálmur var í foryztu fyrir. Ástæðan var sú að Vilhjálmur hafði haft uppi gagnrýni á stefnu Seðlabankans. Þetta olli því að ekkert af því öðru sem Davíð sagði komst til skila í fjölmiðlaumræðu. Davíð var mjög fagnað í lok ræðunnar þrátt fyrir þessa ómaklegu árás á Vilhjálm. Geir lýsti yfir sérstökum stuðningi við endurreisnarnefndina og Vilhjálm með mjög góðum undirtektum fulltrúa.
mbl.is Davíð eyðilagði landsfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlynd viðhorf

Þegar kreppir að víkja frjálslynd sjónarmið og andstæðu þeirra, stjórnlyndum sjónarmiðum, vex fiskur um hrygg. Þegar kreppan mikla var skollin á tók hér við stjórn sem kenndi sig við hinar "vinnandi stéttir" og hafði "planökonomi" á stefnuskrá sinni. Eftir að kreppan 1907 var skollin á komust til valda mjög stjórnlyndir menn undir foryztu Björns Jónssonar. Sú stjórn kom m.a. á banninu. Hún rak bankastjóra Landsbankans sem var ekki með réttum pólitískum lit að þeirra smekk o.s.frv. Allir þekkja afdrif lýðræðis í Þýzkalandi 1933. Þá sló meira til stjórnlyndisáttar en annars staðar hefur gerzt. Við þurfum sem betur fer ekki að óttast slíkt, enn sem komið er amk. þótt mörgum hafi þótt óbragð af því þegar skríll steypti síðustu ríkisstjórn.

Sú vinstri stjórn sem tekur við að mat Samfylkingarmannsins Einas Mar verður líklega mjög stjórnlynd enda er VG það og Samfylkingin er alltaf eins og síðustu skoðanakannanir beina henni. Nú blása hinir nöpru vindar stjórnlyndis og þá fylgir S því. 

Það er mikilvægt að Sjálfstæðismenn haldi uppi merki frjálslyndis ekki sízt nú þegar á móti blæs.


mbl.is Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Only gay in the village" pólitík Samfylkingar

Í þáttunum Little Brittain er persóna sem er eini homminn í þorpi nokkru. Vinkona hans reynir að vera honum hjálpleg og finnur upp á öllu mögulegu til að koma honum í kynni við aðra homma, en hann líður fyrir að vera eini homminn í þorpinu en hafnar öllum leiðum til að breyta því. Samfylkingin er ein um þá stefnu að ganga skilyrðislaust (eða -lítið) í ESB. Í síðustu ríkisstjórn hótuðu þeir brottför vegna þess að samstarfsflokkur þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn, var ekki sammála þeim. Sjálfstæðismenn gengu til móts við þá með myndun sérstakrar Evrópunefndar innan flokksins til þess að endurskoða stefnuna gagnvart ESB. Þá brá svo við að Samfylking sleit því stjórnarsamstarfi og tók saman við hörðustu andstæðinga ESB-aðildar, Vinstri græna. Núna á að heita að Samfylking stefni á samninga við ESB um aðild Íslands og það á jafnframt að vera ekkert að marka samstarfsflokkinn í andstöðu hans við þessum áformum. Hverju á fólk að trúa frá vinstri flokkunum?
mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trygging gegn langlífi

Það fylgir ekki fréttinn út á hvað málflutningur Helga gengur. Lífeyrissjóðirnir tryggja gegn langlífi og/eða sjúkdómum. Þannig að ef maður lifir heilbrigður en deyr áður en hann fer að taka lífeyri er hann tjónlaus og fær þess vegna ekkert greitt úr tryggingunni. Þetta er meginmunurinn á lífeyrissjóðum og viðbótarlífeyrissparnaði, sem er sparnaður eins og nafnið bendir til. Stjórn lífeyrissjóða ætti skilyrðislaust að vera í höndum eigendanna, þe. sjóðfélaga. Burt með atvinnurekendur og verklýðsrekendur úr stjórnunum. Þótt þessir svokölluðu aðilar vinnumarkaðarins hafi samið um sjóðina hefur það ekkert gott í för með sér að þeir stjórni þeim. Spillingarlyktina leggur langar leiðir.
mbl.is Afhendir forsætisráðherra undirskriftarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband