27.11.2009 | 12:35
Ein rétt ákvörðun í skattamálum
Þetta er rétt ákvörðun í sjálfu sér, að afnema sjómannaafsláttinn. Þessi afsláttur er þvílík sérmeðhöndlun að hún á engan rétt á sér. Hitt væri rétt að athuga hvort koma mætti einhverjum afslætti á vegna fráveru frá heimili. Það eru margir fleiri en sjómenn sem eiga við það að búa að vera langtímum að heiman vegna vinnu og svo hitt að margir sjómenn sem hafa notið afsláttarins eru ekkert sérstaklega mikið að heiman. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur einbeittan og sjálfstæðan skattlagningarvilja svo að það er ekki líklegt að einhverjir afslættir leiddir í lög á næstunni.
Sjómenn búa við betri kjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki sé ég nein betri kjör í dag að sjómenn starfi að heiman 10-11 mánuði á ári án þess að þeim sé á einhvern hátt bætt fjarveran frá fjölskyldunni. Ferðarisnur eru vel þekktar meðal allra annarra stétta og þykir sjálfsagt, svo að afnema styrk upp á nokkrar krónur til þeirra er nenna að afla gjaldeyris og tekna fyrir þjóðina eru landráð.
nicejerk (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:46
Hvernig er það óréttlátt að maður sem slítur ekki vegum landsins þurfi ekki að borga jafn mikið fyrir þá og sá sem slítur þeim alla daga? Það er líka miðað við lögskráningardaga manna, ef þeir eru ekki á sjó fá þeir ekki afslátt. Óþarfi að tala með rassinum.
Gunnar Óli Sölvason (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:40
þið gleymið því að sjómennirnir þurfa að taka þátt í að kaupa´olíuna . væruð þið tilbúin að borga á ykkar vinnustað rafmagnið , hitann og fl sem kemur að rekstri vinnustaðarinns ég er sjómannskona og´ég sé manninn minn 1 dag í viku
kv kristin
kristin (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:50
Þetta er ótrúlega fyndið hvað fólki finnst sjálfsagt að taka sjómannaafsláttinn af sjómönnum.
Þetta er með stærstu kjaraskerðingu sem ein ákveðin stétt verður fyrir. Ert þú tilbúinn að taka á þig jafnmikla kjaraskerðingu og þér finnst sjálfsögð að verði hjá sjómönnum? Þetta er bara hlutur af þeirra kjörum líkt og bæting á hátiðisdögum hjá vaktavinnufólki
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:00
Góðan daginn.
Ég hefði viljað sjá hróflað við bílastyrk þess opinbera og ferða kostnaði, og þar mætti týna til alskonar bitlinga sem eru að gefa fólki margfalt meira í aðra hönd en sem nemur sjómannaafslættinum.Ég var sjómaður í 35 ár. Aldrei hef ég upplifað það að sett væri upp dæmi sem réttlætir það að afnema þennan skattaafslátt, sem hið opinbera hefur í gegnum tíðina seilst í með einum eða öðrum hætti. Það er eitt sem fólk gleymir í þessari jöfnu og það er að sjómenn missa af öllu sem heitir barnabætur og vaxtabætur, vegna tekna sinna, svo fyrir utan þann félagslega þátt sem þeir missa af. Fyrir utan svo ótalmargt sem hægt væri að tíunda.
Nei ég held að sjómenn séu ekkert of sælir af þessum veiklulega aflsætti sem fólk sér ofsjónum yfir.
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 18:26
Þessi sjómannsafsláttur er algjör tímaskekkja, afhverju á ríkið að niðurgreiða laun sjómanna?
Menn rugla svoldið saman þeim hlunnindum sem aðrir hafa í sínum kjarasamningum þ.e. dagpeningum. Afhverju geta sjómenn ekki snúið sér þá að sínum vinnuveitanda og hann á að greiða þeim þau hlunnindi. Sjómenn eru ekkert þeir einu sem starfa fjarri fjölskyldunni sinni, svo láta þeir alltaf eins og þeir einu vinna erfiðis vinnu og langan vinnu dag. Eiga ekki allir að sitja við sama borð?
Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 19:57
Ættu þá ekki ríkisstarfsmenn að greiða skatta af dag- og aksturspeningum...?
Það er óvarlegt að fara að hringla í þessum málum akkúrat núna.
Kannski er rétti tíminn nú, Skúli, að játast undir Noregskonung að nýju. Við erum víst gjaldþrota og verðum mun betur sett í samstarfi við Noreg en ESB.....
Ómar Bjarki Smárason, 28.11.2009 kl. 17:28
Útgerðirnar eru í einkaeigu, þannig að þær ættu að borga hærri laun í stað þess að þyggja afslátt hjá ríkinu.
Óli (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:03
Skúli hefur rétt fyrir sér, sjómannaafslátturinn er tímaskekkja. Svona afsláttur á hann ekki að vera bundin við eina stétt heldur vera almennur og eiga til dæmis við fjarveru langtímum saman frá heimili. Þetta er hægt að gera á margvíslegan hátt og þarf ekki að vera bundinn við skattaafslátt.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.11.2009 kl. 18:20
Það er mikill miskilningur, Óli, að útgerðirnar séu í einkaeigu. Þær eru svo skuldsettar að bankarnir, sem ríkið nú á, á þær nánast allar með tölu. Þær eru því reiknar af einkaaðilum, sem hefur verið frjálst að taka út úr þeim fé að eigin vild.... og svo situr þjóðin uppi með tapið og allan kostnaðinn.... Svona er því miður allt of margt í þessu blessaða landi...
Ómar Bjarki Smárason, 29.11.2009 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.