Hvernig hljómar skuldbindingin?

Utanríkisráðherra gerir engar sérstakar athugasemdir, en hvernig hljómar sú skuldbinding sem felur í sér gjaldþrot Lýðveldisins Íslands? Ef einhver hefur hana undir höndum væri gott að hún yrði birt. Hingað til hafa talsmenn ríkisstjórnarinnar sagt að við yrðum að borga en ekki komið með nein rök því til staðfestingar annað en einhver minnisblöð frá einhverjum fundum. Ef ríkið tekur að sér að greiða eitthvað þarf sú ákvörðun að fara fyrir Alþingi. Sama gildir væntanlega um allar fjárskuldbindingar. Það er ekki nóg að ESB sé sammála um að við eigum að borga. Fjárskuldbindingar verða ekki til með slíkum samþykktum. Þær hafa hingað til verið kallaðar Egilsstaðasamþykktir. Nafnið mun vera þannig til komið að á fundi á Egilsstöðum voru menn ekki sammála um hve verðbólgan væri mikil. Þá stakk einhver upp á því að greiða um það atkvæði sem var gert, en það breytti að sjálfsögðu engu um það hver verðbólgan væri. Svipað á við um skuldbindingar okkar. Samþykktir einhverra um það hverjar þær eru koma málinu ekkert við.
mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband