29.6.2009 | 13:14
Útleið fyrir Steingrím J.
Tryggvi Þór Herbertsson hefur viðrað þá hugmynd að setja inn ákvæði sem takmarkar ríkisábyrgð við tiltekið hámarkshlutfall af þjóðarframleiðslu. Steingrímur J. hefur haldið því fram að það vaki ekki fyrir Bretum og Hollendingum að koma Ísandi á vonarvöl. Það vantar þó inn í samningin ákvæði þess efnis og við vitum ekkert hvað Steingrímur hefur fyrir sér í þessu. Framferði Breta frá því í haust gæti einmitt bent til þess að það sé markmið þeirra að koma Íslandi á vonarvöl. Með því að setja inn hámarksákvæði af því tagi sem Tryggvi nefnir er í engu vikið frá ákvæðum samningsins, nema að því leyti að sett væri inn trygging fyrir því að hann geti ekki kollvarpað efnahag þjóðarinnar. Ef mótaðilar okkar setja sig upp á móti slíku ákvæði, væri það til vitnis um að takmarkið væri þjóðargjaldþrot.
"Í Fréttablaðinu í morgun er greint frá yfirlýsingu sem Davíð Oddsson og Árni Mathiesen undirrituðu um að Ísland ábyrgðist innstæðurtryggingar." Lesið þessa frétt! Þar er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi gengist undir neitt umfram skyldur ríkisins. Ríki ESB eru sammála um að Ísland eigi eins og þau að tryggja innistæður umfram það sem í reglum segir. Röksemd ríkisstjórnarinnar er sú ein að það að þessir hagsmunaaðilar eru sammála um kröfuna geri það óhjákvæmilegt fyrir okkur að gangast við henni. Ráðherrar virðast ekki einu sinni hafa farið fram á að þessi krafa verði studd lögfræðilegum rökum. Það er amk. alveg óhjákvæmilegt að ríkisstjórn Íslands setji fram gögn málsins og sýni hvernig þessir "vinir" okkar eru að neyða okkur til samninga án raka með valdið eitt að vopni.
Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.