Enn lýgur Gordon Brown

Ég var í Róm síðastliðið haust og sá í sjónvarpinu mann sem var að ljúga, þá að það var Gordon Brown. Þrátt fyrir að andlit hans er að sjálfsögðu alkunnugt, var upplifunin sú að fyrst sá ég að maðurinn var að ljúga, síðan að það var Gordon Brown og síðast kom í ljós að umfjöllunarefnið voru íslenzkir bankar. Þeir voru þá rasandi yfir því að lítið varð úr brezkum inneignum í bankanum Leaman Brothers, þegar hann fór á hausinn. Það var að sjálfsögðu ekkert hægt að gera gegn bandarískum banka. Brezka stjórnin var að koma því til leiðar að taka yfir Kaupthing Singer & Friedlander bankann degi áður en björgunarferli brezkra stjórnvalda til handa þarlendum bönkum fór í gang. Hjástoð hans Alistair Darling laug því svo upp á Árna Matthiesen að íslenzk sjórnvöld ætluðu ekki að standa í skilum. Íslenzk stjórnvöld verða að koma þessum síðustu lygum brezka forsætisráðherrans rækilega upp á yfirborðið. Þau verða að fá það á hreint hvort Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn sé í einhverju pukri við brezk stjórnvöld á bak við þau íslenzku. Það er alveg nóg fyrir okkur að hafa við völd fólk sem vill fyrir alla muni hafa Breta og aðra í ESB góða hvað sem það kostar íslenzka þjóð.
mbl.is Bretar að semja við IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband