24.4.2009 | 17:10
Stjórnlynd viðhorf
Þegar kreppir að víkja frjálslynd sjónarmið og andstæðu þeirra, stjórnlyndum sjónarmiðum, vex fiskur um hrygg. Þegar kreppan mikla var skollin á tók hér við stjórn sem kenndi sig við hinar "vinnandi stéttir" og hafði "planökonomi" á stefnuskrá sinni. Eftir að kreppan 1907 var skollin á komust til valda mjög stjórnlyndir menn undir foryztu Björns Jónssonar. Sú stjórn kom m.a. á banninu. Hún rak bankastjóra Landsbankans sem var ekki með réttum pólitískum lit að þeirra smekk o.s.frv. Allir þekkja afdrif lýðræðis í Þýzkalandi 1933. Þá sló meira til stjórnlyndisáttar en annars staðar hefur gerzt. Við þurfum sem betur fer ekki að óttast slíkt, enn sem komið er amk. þótt mörgum hafi þótt óbragð af því þegar skríll steypti síðustu ríkisstjórn.
Sú vinstri stjórn sem tekur við að mat Samfylkingarmannsins Einas Mar verður líklega mjög stjórnlynd enda er VG það og Samfylkingin er alltaf eins og síðustu skoðanakannanir beina henni. Nú blása hinir nöpru vindar stjórnlyndis og þá fylgir S því.
Það er mikilvægt að Sjálfstæðismenn haldi uppi merki frjálslyndis ekki sízt nú þegar á móti blæs.
Sögulegar kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.