3.3.2009 | 14:23
Bankahrunið og ábyrgðin
Eftir á að hyggja ( það er betra að vera vitur eftir á en alls ekki ! ) þá voru þrjú tímabil eftir að ákveðið var að einkavæða bankana. Fyrst hafði ríkið vald og getu til að setja þeim skorður. Á öðru tímabili uxu þeir öllu og öllum yfir höfuð. Gullrassarnir sem áttu allt og stjórnuðu bönkunum, höfðu í fullu tré við eftirlitsstofnanir, dómstóla og hvað sem heiti hefur. Í pólitíkinni studdi Samfylkingin þá. Á þriðja tímabili, eftir að bönkunum varð ekki bjargað, var það spurning hvort nokkur aðgerð af hálfu ríkisvalds hefði getað minnkað skellinn. Hefði einhverri slíkri aðgerð, ef gerð hefði verið, ekki verið kennt um fallið?
Hin pólitíska ábyrgð liggur hjá Framsóknarflokki, sem fór með bankamál á fyrsta tímabili og lengi síðan. Hjá Samfylkingu sem vann að fullu gegn öllum skorðum sem reynt var að setja gullrössum. Hjá Sjálfstæðisflokki sem var í stjórn allan tímann.
Þeir sem settu bankana á hliðina voru stjórnendur þeirra, þ.e. bankastjórar, bankaráð og ráðandi eigendur. Það má ekki létta því af þeim með því að benda á stjórnmálalega ábyrgð.
Hér var ekki hörð frjálshyggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.