Ungir umhverfissinnar hlaupa á sig

Til stendur að stækka friðland Þjórsárvera út fyrir verin. Þau hafa verið friðuð frá 1981. Um það er enginn ágreiningur. Víðtæk sátt náðist um stækkun friðlandsins 2007, en síðan var farið í að stækka svæðið til suðurs beinlínis í þeim tilgangi að koma í veg fyrir veitu sem kennd er við Norðlingaöldu. Sú veita snertir ekki Þjórsárver á nokkurn hátt svo að þessi ályktun "Ungra umverfissinna" er algjörlega út í hött.
mbl.is Umhverfissinnum „gjörsamlega ofboðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru ekki bara "Ungir umhverfisvinir" sem hlaupa á sig í þessu máli. Forystumenn "fullorðinna umhverfisvina" ljúga þessu í krakkagreyin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.6.2013 kl. 22:00

2 identicon

en þeim er „gjörsamlega ofboðið“

Það hlýtur að gera eitthvaað ? :p

Heimurinn væri betri, að mínu áliti, ef færri "umhverissinnar" væru til !

Markús Orri (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 22:06

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rangt hjá ykkur. Auðvitað mun Norðlingaölduveita hafa áhrif á þjórsárver með einum eða öðrum hætti.

Þessi málflutningur, orðhengilsmálflutningur og hártogannir, hjá virkjanasinnum verður ekkert liðinn í dag. Þið getið gleymt þessu.

Málflutningurinn er sirka: Það er ákveðið friðland - og þá bara förum við einn meter útfyrir línu friðlands og förum að andskotast þar með ýtum og gröfum og rústa öllu!

Unga fólkið í dag mun ekki líða svona málflutning. (Og eg er ekki ungur)

Það er alveg afskaplega kjánalegt og veruleikafirrt af framsóknarmönnum að fara að taka þátt í því með sjöllum að vekja upp þennnan draug sem jarðrask og spilling þjórsárvera er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2013 kl. 22:50

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Miklar rannsóknir hafa farið fram á náttúru Íslands. Mikil þekking hefur safnast og ætti hún að vera grundvöllur að umræðu um umhverfismál. En þar er mikil brotalöm. Það er ekki góður fréttaflutningur þegar fólk byggir skoðanir sínar á misskilningi sem hefur viljandi verið laumað inn. Ómar Ragnarsson sýndi hvað eftir annað myndskeið af gróðurlendinu í Þjórsárverum á meðan hann fjallaði um Norðlingaölduveitu og lón hennar í sjónvarpsfréttum. Niðurstaðan er sú að stór hluti þjóðarinnar heldur að þar hafi verið sýnt land sem ætti að sökkva. Það er ekki rétt og þá stóð ekki til að spilla að neinu marki því sérstæða votlendi sem jafnan er vísað til í umræðunni. Vatn rennur úr verunum í Þjórsá og burt í henni. Áin vökvar ekki gróðurlendið. Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum.

Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 22.6.2013 kl. 23:03

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já já sökkvum bara landinu fyrir okkar kynslóð og skiljum það eftir í drullu forar pyttum fyrir næstu bara svo ör fáir gráðugir einstaklingar græði formúlur.

Sigurður Haraldsson, 23.6.2013 kl. 07:49

6 identicon

Mér finnst fyndið, ef þetta eru 77 einstaklingar, þessi "ungliðahreyfing" þá er það bara fyndið að fólk skuli hlutsa á þá.. pfffff....

AFB (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband