12.11.2011 | 12:37
Frábærar björgunarsveitir
Björgunarsveitir okkar eru frábærar. Við skulum minnast þess þegar fjáröflun þeirra fer fram, líka við sem ekki viljum eða nennum að skjóta upp flugeldum.
Maðurinn fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Þetta unga fólk er okkur öllum til fyrirmyndar.
Tómas H Sveinsson, 12.11.2011 kl. 12:47
Tek heilshugar undir með þér, Skúli. Hef gengið um snjólausan, sprunginn Höfðabrekkujökul og veit hvað við er að eiga.
Já, ég skal sko bæði kaupa jólatré og flugelda til að styðja starfsemi björgunarsveitanna.
Flosi Kristjánsson, 12.11.2011 kl. 12:49
Þetta ættu menn að muna þegar þeir íhuga að kaupa flugelda af bílasölum eða íþróttafélögum.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 12:50
Vonandi var hann á lífi, þegar hann fannst, en þess er ekki getið í fréttinni.
Steini (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 12:59
Sammála og finnst líka að það eigi að fyrirgefa þó menn leggi í vitlaus stæði í hita leiks.
Jórunn Helena Jónsdóttir, 12.11.2011 kl. 13:00
Við Íslendingar megum svo sannarlega vera stoltir af okkar björgunarsveitafólki. Frábær fagmennska og vaskleg framganga einkennir alla þeirra vinnu. Nú er stutt í flugeldasöluna og það væri svo sannarlega óskandi að allir Íslendingar beindu flugeldakaupum sínum til björgunarsveitanna.
Dagný, 12.11.2011 kl. 13:08
Tek undir þetta.
Mig langar einnig að benda á það að það er hægt að styrkja björgunarsveitirnar í gegnum vefsiðu Landsbjargar: http://landsbjorg.is/Styrkja.aspx?catID=139&unit=3.
Ég er ekki í því að skjóta upp flugeldum en styrki björgunarsveitarnir með mánaðarlegri millifærslu sem er hægt að stofna í (einka)bankann.
Josephina (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 13:10
Hjálparkallinn stendur undir nafni.
Magnús Óskar Ingvarsson, 12.11.2011 kl. 13:17
Um hvað ætli þetta 4 mínútna samtal hans við neyðarlínuna hafi fjallað?
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2011 kl. 13:32
Frábærar og hæfar björgunarsveitir, en hugsanlega þarf að huga betur að þjálfun þeirra sem svara símtölum í Neyðarlínuna. Það ætti að vera hægt, með markvissum spurningum, að komast að ýmsu á 4 mínútum. En auðvitað er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá.
Ómar Bjarki Smárason, 12.11.2011 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.