26.10.2011 | 18:03
Alfleiðingar Schengen
Skilur það einhver af hverju við erum aðilar að Schengen samkomulaginu?
Upphaf þess var að íslenzkum stjórnmálamönnum þótti það óþægileg tilhugsun að þurfa að sýna vegabréf við komu til annarra af Norðurlöndunum. Eftir 2001 hefur hins vegar orðið sú breyting að enginn getur ferðast til eða frá landinu án vegabréfs nema etv. sjóleiðina. Allir þurfa að sýna vegabréf áður en stigið er inn í flugvél og það sýnist ekki mikið mál að þurfa að sýna það aftur þegar gengið er í land.
Í þessari frétt er verið að tala um hert landamæraeftirlit eftir ránið sem um er talað. Hefði vegabréfaeftirlit verið með eðlilegum hætti, hefðu nöfn þessara manna legið fyrir eða amk. verið hægt að þrengja hópinn mjög mikið. Það er komið nóg af þessari vitleysu. Losum okkur undan Schengensamkomulaginu.
Ekki komið til Íslands áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er þá líka Schengen að þakka að við erum laus við helling af Íslenskum glæpalýð sem er að krimmast eða dvelur í fangelsum erlendis. Bara mjög fair skipti!
Óskar, 26.10.2011 kl. 18:15
"að þurfa að sýna vegabréf við komu til annarra af Norðurlöndunum" ?
Fyrirgefðu, en mér þykir rétt að benda þér á að síðan á sjötta áratug síðustu aldar hafa íslenskir stjórnmálamenn, sem og aðrir Íslendingar, ekki þurft að hafa vegabréf meðferðis á ferðum til annarra Norðurlanda:
http://www.norden.org/is/um-samstarfid/samningar/samningar/vegabrefamal
Gunnar Gíslason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.