26.10.2011 | 17:43
Afleiðingar Schengen
Skilur það einhver af hverju við erum aðilar að Schengen samkomulaginu?
Upphaf þess var að íslenzkum stjórnmálamönnum þótti það óþægileg tilhugsun að þurfa að sýna vegabréf við komu til annarra af Norðurlöndunum. Eftir 2001 hefur hins vegar orðið sú breyting að enginn getur ferðast til eða frá landinu án vegabréfs nema etv. sjóleiðina. Allir þurfa að sýna vegabréf áður en stigið er inn í flugvél og það sýnist ekki mikið mál að þurfa að sýna það aftur þegar gengið er í land.
Í þessari frétt er verið að tala um hert landamæraeftirlit eftir ránið sem um er talað. Hefði vegabréfaeftirlit verið með eðlilegum hætti, hefðu nöfn þessara manna legið fyrir eða amk. verið hægt að þrengja hópinn mjög mikið. Það er komið nóg af þessari vitleysu. Losum okkur undan Schengensamkomulaginu.
Úrin úr ráninu fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki tímabǽrt að skila þessu Schengen rugli?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 17:52
Þetta er bara toppurinn af ísjakanum hingað til. Um áramót, minnir mig að ég hafi séð einhvers staðar, opnast á Búlgaríu og fleirri lönd. Þá förum við að sjá vasaþjófa gengi og fleira athyglivert.
einar b sig (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 17:53
Man ekki betur en að Frjálslyndi flokkurinn hafi verið kallaðir "Rasistar" fyrir það eitt að vilja hefta og skoða það fólk sem hingað kemur. Í dag er engin krafa um bólusetningar eða smitvottorð frá neinum af þessum löndum innan Schengen. Samt þykir öllu þessu stjórnmálahyski alveg sjálfsögð sú skoðun sem þarf til að ferðast til USA. Bretar vildu ekki taka þátt í Schengen vegna þess að þeir töldu sig vera "Eyland". Við íslendingar högum okkur eins og við séum á hraðbrautum innan Evrópu. Er nema von að illa fari. Og á eftir að versna ef ekkert verður við brugðist. Sjálfsagt eftir þessa færslu kallaður "Rasisti"
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 18:24
Það eina sem við græðum á Schengen er að við erum fljót að tösku færibandinu svo við getum beðið þar...
Iffi (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 21:30
Þetta er allt Schengen að kenna. Og líka þessum flugfélögum. Þeir koma með flugi þessi lýður. Það þarf að loka þessum flugvöllum strax til að koma í veg fyrir að svona geti endurtekið sig. Ísland á bara að vera fyrir gáfaða íslenska snillinga sem eru fæddir hér.
Af hverju er ekkert á BBC í stóra úramálinu á Íslandi? Það á að loka fyrir allar sjónvarpssendingar frá útlöndum. Sjáiði bara útrásarvíkinganna. Bara áhrif frá útlöndum. Það eina örugga er að slíta stjórnmálasambandi við öll önnur lönd nema kanski Vestmannaeyjar.... eru þetta ekki hálfgerðir tyrkir sem búa þarna?
Óskar Arnórsson, 27.10.2011 kl. 01:46
Já,ég er sammála Óskari, við skulum bara skrúfa fyrir öllum tengslum við útlönd. Ég myndi ganga skrefinu lengra og rýma Vestmannaeyjar og Grímsey í leiðinni. Til hvers að halda úti svona byggð úti á eyjum? Annað hvort býrð þú á Íslandi eða ekki ! Útrásavíkingarnir okkar voru og eru líka fornarlömb. Það voru útlendingar og erlend áhríf sem leiddi og plataði þá. Mér leiðist að sjá túristar og annað ferðafólk þvælast um hér í okkar landi, það er ekki eins og þetta pakk sé að borga útsvar það hefur ekki einu sinni kosningar rétt. Það eina sem útlendingarnir gera er að labba upp og niður Laugavegin, horfandi inn um búðarglugga og skipuleggja rán.
Ragnar (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 07:53
Óskar, það ætti kannski að vera frétt á BBC um það af hverju Íslendingar voru svo vitlausir að opna landamærin sín því að þeir eru vissulega í stöður til að gæta þeirra vandlega. Bretar leyfa ekki frjálst flæði frá öðrum löndum ESB sem þeir eru vissulega aðilar að. Þeir eru eyja og þeim datt ekki í huga að kasta frá sér þeim möguleika að gæta landamæra sinna.
Ragnar, Það er enginn að tala um að loka landinu. Þetta er spurning um að vita hverjir eru í landinu, getað krafist lágmarks upplýsinga af fólki sem hingað kemur sem og að koma í veg fyrir að óæskilegir einstaklingar rati hingað.
Iffi (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 10:25
Skúli: Þú og fleiri hafið ekki hugmynd um hvað Shengen snýst um. Segjum svo að við værum ekki í Schengen. Hvernig myndi það breyta málinu? Ekki neitt! Hvernig ættum við að vita það að þessir menn ætluðu sér að ræna verslun þegar þeir kæmu hingað til lands! Það stendur ekki á enninu á þeim. Þeim hefði verið hleypt inn í landið hvort sem er! Líka þegar þeir fóru, það stendur ekki á enninu á þeim að þeir hafi rænt búð. Ætluðu landamæraverðirnir að handsama hvern einasta austur evrópu búa sem ætlaði úr landi! Lögregglan var ekki einu sinni viss um hvort þetta væru útlendingar eða ekki.
Hvað með samnorræna vegabréfa eftirlitið? Myndum við ganga aftur inn í það eins og færeyjar. Þá er ekkert vegabréfa eftirlit milli norðurlandanna. Hinsvegar eru öll hin norðurlöndin í Schengen þannig að þessir menn gætu farið frá Póllandi til Danmörkur og svo til íslands án þess að sýna vegabre´f.
Ekki gleyma svo öllum glæðonunum sem við erum að stoppa útaf Schengen, þeim glæponum sem koma frá löndum utan evrópu. Hér myndi allt fyllast af erlendum glæpamönnum frá Suður ameríku.
Ef við værum ekki í Schengen hefðum við ekki aðgang að neinum sameiginlegum gagnagrunni.
Schengen er miklu stærra heldur en þið áttið ykkur á. Íslendingar vilja alltaf kenna öðrum um allt, það er allt útlendingum að kenna.
The Critic, 27.10.2011 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.