5.10.2011 | 13:30
Styrkur til menningarlífs þjóðarinnar
Ef styrkur (fjárveiting) ríkisins til Synfóníuhljómsveitarinnar væri til þess gerður að þetta fólk hefði vinnu og/eða til þess að lækka miðaverð til þeirra sem sækja tónleikanna, væri þetta viðhorf SUS réttmætt.
Markmiðið með fjárútlátunum er hins vegar allt annað. Markmiðið er að hér í landinu sé haldið uppi tónlistarlífi. Þeir sem sækja tónleikana og greiða þar með fyrir miða eru líka að stuðla að þessu sama og gera með því mér og fleirum greiða þar sem ég sæki miklu færri tónleika en æskilegt væri. Með öðrum orðum er ég að fá stuðning frá þeim sem sækja tónleikana en ekki öfugt. Það sem ég og afkomendur mínir fá fyrir stuðninginn er tónlistarlíf sem væri óhugsandi án hljómsveitarinnar.
Þótt SUS hafi þarna á röngu að standa er æskilegt að líta á alla kostnaðarliði ríkisins með gagnrýnu hugarfari og leggja af allar sporslur til einstaklinga, félaga, stofnana og fyrirtækja. Synfóníuhljómsveitin er hins vegar ekki að fá sporslu, heldur er ríkið þar að kaupa mikilvæga þjónustu.
SUS fagnar mögulegu verkfalli Sinfóníunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.