14.12.2010 | 22:05
Mikil vonbrigði
Þetta eru mikil vonbrigði, þar sem í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir því að dæma menn fyrir fjármálaafbrot þótt þau séu stór og í hlut eigi fjármálastofnanir og stórlaxar sbr. Enron og Madoff. Hér á landi virðast dómstólar glúpna fyrir stórlöxum. Fjármálastofnun fékk nýlega eftiráleyfi til þjófnaðar hjá sjálfum Hæstarétti Íslands. Fjármálastofnunin hafði tekið að sér að ávaxta fé með tilteknum skilmálum, en notaði féð til þess að "lána" vinum sínum án tryggingar. Réttlætiskennd venjulegs fólks greinir þetta ekki bara sem þjófnað heldur það sem er verra að stela því sem manni er trúað fyrir, en ekki Hæstiréttur. Þetta er leyfilegur þjófnaður að hans dómi. Því miður er líklegasta niðurstaðan í flestum ef ekki öllum málum, sem kunna að verða höfðuð vegna ránsherferðar stórlaxa sem endaði með hruni, sú að málum verði vísað frá vegna formgalla eða þjófnaðurinn verði hreinlega talinn leyfilegur.
Glitnismáli vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.