27.5.2010 | 13:25
Margvíslegir hagsmunir
Við munum öll uppistandið sem varð þegar forseti vor hótaði Evrópubúum Kötlugosi sem yrði miklu verra á allan hátt en gosið í Eyjafjallajökli. Hagsmunaaðilar á Íslandi brugðust hart við enda hefur síðan orðið hrun í pöntunum á Íslandsferðum. Hagsmunir liggja víða. Það er til dæmis alveg hægt að ganga út frá því vísu að þessir vísindamenn við University College í London eru að leita eftir stuðningi við tilteknar rannsóknir, sem þeir gætu orðið frægir fyrir burt séð frá því hvort Kötlugos verður eða ekki. Það er svo annað mál, sem Reynir Böðvarsson bendir á, að það er ekkert sem bendir til þess að Kötlugos verði á næstunni. Katla hefur gosið um það bil tvisvar á öld en nú vantar ekki nema átta ár í að öld sé liðin frá síðasta gosi. Eldstöðin er líka að því leyti öðru vísi en Eyjafjallajökull að líkur eru á að gos komi upp undir þykkari jökli sem er kostur að því leyti að öskumyndun verður ekki alveg jafnmikil í byrjun goss. Auk þess eru gosefni frá Kötlu miklu basískari en úr Eyjafjallajökli, sem veldur því að sprengivirkni (öskumyndun) er nær eingöngu vegna vatns sem berst að gosrásinni. Spengivirknin í Eyjafjallajökli hélt áfram þótt vatn kæmist ekki lengur að, þar sem svo mikið var af gasi í kvikunni. Þetta olli því að öskumyndun hélt áfram fram að lokum goss (goshléi?) og kvikan sundraðist í mjög fíngerða ösku, miklu fíngerðari en í nokkru gosi sem orðið hefur hér á landi síðan 1875.
Telja líklegt að Katla gjósi bráðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú átt þá við að gosefnin úr Dyngjufjallagosinu hafi verið mjög fíngerð. Nú hefur verið órói í nokkur ár við Upptyppinga. Verði eldgos þar má þá búast við samskonar gosefnum og komu úr Dyngjufjallagosinu 1875? Hvað með önnur gos í Öskju t.d. síðasta gosið í 1961 voru gosefnin samskonar.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.5.2010 kl. 14:54
Katla verður róleg enn um sinn.
Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 16:23
Þá hefur Sigurður Haraldsson kveðið upp sinn úrskurð - þá er bara að láta Kötlu vita.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.5.2010 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.