3.5.2010 | 13:38
Að hleypa skriðu af stað
Líklegasta ástæða þeirrar tillögu að hækka laun Seðlabankastjóra er að með því mætti hækka laun allra hinna sem neðar standa í goggunarröðinni, ekki bara í Seðlabanka heldur líka í viðskiptabönkunum og alls staðar þar sem menn höndla með peninga. Á árum bólunnar var talið eðlilegt að þeir sem véluðu með peninga væru betur launaðir en aðrir menn. Þetta voru upp til hópa hámentaðir menn í sínum fræðum og fóru með alla bankana og eignarhaldsfélögin lóðbeint á hausinn. Ekki nóg með það heldur komu fjölda alsaklausra einstaklinga og fyrirtækja á hausinn líka og fóru langt með að koma landinu sömu leið. Laun seðlabankastjóra eru langt yfir öllu því sem tíðast hjá forstjórum annarra ríkisfyrirtækja. Er ekki ráð að doka við með hækkanir launa úr ofurlaunum út í tóma vitleysu? Höfum við ekki lært neitt af reynslunni?
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.