Enginn jökulruðningur

Gunnar sagði að mikið væri búið að ganga á þarna. „Þar sem var gróið land er núna þakið jökulruðningi. Það hefur sópast ofan af öllu þarna.“

Efnið sem fyllir nú hið áður fagra lón er jökulárset en ekki jökulruðningur.


mbl.is „Lónið er horfið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jökulruðningur heita þeir fornu garðar sem umkringja staðinn þar sem lónið var.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.4.2010 kl. 18:50

2 identicon

Um  og fyrir aldamótin 1900 náði skriðjökullinn niður á aura neðan við Lónið og fyrir nokkrum áratugum var mælt 40 metra dýpi framan við jökulsporðinn

Olgeir Engilb. (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 20:37

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þá hefur jökullinn gengið í gegnum skarðið. Við Steinsholt var jökullinn ofan á hryggnum fyrir ofan veginn og þar streymdi vatnið niður og svarf til mjúkt bergið. Gríðarlegar breytingar hafa orðið síðan, allir jöklar hörfað. Steinsholtsjökull frekar ræfilslegur núna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.4.2010 kl. 20:43

4 Smámynd: Skúli Víkingsson

Jökulgarðarnir marka mestu útbreiðslu Gígjökuls á nútíma. Þeir eru úr jökulruðningi, þ.e. efni sem jökull flutti og setti af sér. Það efni sem nú er á ferðinni með flóðunum og hefur m.a. fyllt lónið fagra er hins vegar jökulárset, gerólíkt jökulruðningi á allan hátt má segja, t.d. kornastærðardreifing, lekt, viðbrögð við frosti/þíðu o.s.fr. Þótt jökulgarðar séu úr jökulruðningi er hann töluvert öðru vísi en það efni sem sezt  til undir jökli. Jökulgarðaefnið er oft frekar lítið unnið af jöklinum, nánast bara ýtt upp eins og haugur framan við jarðýtu, en þar sem það er jökullinn sjálfur sem síðast hanteraði efnið er það skilgreint sem jökulruðningur, stundum kallaður leysingarruðningur til aðgreiningar frá botnruðningi sem myndast undir jöklinum. Botnruðningur hleðst helzt upp undir flötum, breiðum skriðjökultungum, en síður undir svona skriðjöklum.

Skúli Víkingsson, 16.4.2010 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband