11.3.2010 | 12:59
Össur á heiður skilinn
Össur á heiður skilinn fyrir að halda uppi vörnum fyrir íslenzkan málstað. Litlu verður Vöggur feginn mætti svo sem segja. Við fyllumst þakklæti ef ráðherrar okkar halda fram íslenzkum málstað. Það hefði hins vegar mátt spyrja þennan sænska ráðherra hvað hann hafi fyrir sér að hér sé um skuldbindingu íslenzka ríkisins. Hvaðan hefur maðurinn það? Það étur þetta hver eftir öðrum án þess að nokkurn tímann fylgi rök. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hér eru svo að klambra saman einhverju sem gæti stutt það að við eigum að borga, en sá málatilbúningur er frekar rýr og rökin tætingsleg. Hollenzkur ráðherra sagði (í gær minnir mig) að alþjóðlegt samkomulag lægi fyrir um að Íslendingar eigi að greiða þessar umræddu skuldir einkabankans Landsbanka. Engar fréttir hafa borizt af því að íslenzkir ráðamenn hafi borið sig eftir frekari upplýsingum um þetta leynisamkomulag, hverjir hafi staðið að því og um hvað það sé nákvæmlega. Ef slíkt samkomulag liggur fyrir er auðvitað mikilvægt að fá allar upplýsingar um það og bregðast við, en etv. er það til of mikils mælzt af þessari heimaseturíkisstjórn.
Gagnrýnir harðlega sænskan ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver á að heiðra Össur , og fyrir hvað? Að verða sér alls staðar til skammar?
J.þ.A (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.