10.1.2010 | 23:42
Norðmenn eru vinir okkar, ekki norsk stjórnvöld
Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að gera sér grein fyrir því að í Noregi er mikil velvild ríkjandi í garð okkar. Þessi velvild virðist byggja á einhverju sem liggur djúpt í norskri þjóðarsál. Þegar norsk stjórnvöld telja það þjóna einhverjum hagsmunum að níðast á Íslendingum eða láta hjá líða að koma til hjálpar þegar aðrir níðast á okkur þá er nauðsynlegt fyrir þau að norskur almenningur viti sem minnst af málinu. Það getur líka verið til bóta við slík óhæfuverk að norska þingið komi heldur ekki mikið að málum því að þar eru margvísleg tengsl við norska þjóð sem stjórn hans hátignar eru ekki svo þjáð af. Íslendingar ættu að rækta þessi tengsl við Norðmenn og ekki láta misjafna framkomu stjórnar hans hátignar skemma þau.
Ísland eitt og yfirgefið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.