Trygging gegn langlífi

Það fylgir ekki fréttinn út á hvað málflutningur Helga gengur. Lífeyrissjóðirnir tryggja gegn langlífi og/eða sjúkdómum. Þannig að ef maður lifir heilbrigður en deyr áður en hann fer að taka lífeyri er hann tjónlaus og fær þess vegna ekkert greitt úr tryggingunni. Þetta er meginmunurinn á lífeyrissjóðum og viðbótarlífeyrissparnaði, sem er sparnaður eins og nafnið bendir til. Stjórn lífeyrissjóða ætti skilyrðislaust að vera í höndum eigendanna, þe. sjóðfélaga. Burt með atvinnurekendur og verklýðsrekendur úr stjórnunum. Þótt þessir svokölluðu aðilar vinnumarkaðarins hafi samið um sjóðina hefur það ekkert gott í för með sér að þeir stjórni þeim. Spillingarlyktina leggur langar leiðir.
mbl.is Afhendir forsætisráðherra undirskriftarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju stafar fýla vinstri manna?

Sjálfstæðismenn hafa allan tímann lýst sig samþykka því að breyta 79. greininni. Sú breyting var reyndar tilbúin fyrir síðustu kosningar. Af hverju hleypur þessi roknafýla í vinstri menn? Þeir hafa haft þetta mál á oddinum amk. að nafninu til að undanförnu og látið það ryðja burt mikilvægari málum. Etv. hefur þessi stjórn engin úrræði og þess vegna þurft á afsökun að halda fyrir því að ekkert gerist. Allur sá fjöldi alvarlegra athugasemda sem barst vegna stjórnlagafrumvarpsins var alveg nægilegur til þess að allir áttu að sjá að málið var ekki nógu vel undirbúið. En það skýrir ekki af hverju sá hluti sem var í lagi og samkomulag um, var ekki afgreiddur.
mbl.is Flóknara að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsmálin í bið

Ef lesið er úr þessari skoðanakönnun og fundin ein leið sem kjósendur vilja, þá virðist það vera að slá efnahagsmálunum á frest og horfa í baksýnsispegilinn um stund.
mbl.is Flestir treysta núverandi stjórnarflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með hangandi hendi

Er líklegt að þetta verði meira en "kurteisistal" Össurar þegar hann hitti Gordon Brown á NATO-fundinum um daginn? Einhvern veginn virðist sem Samfylkingin vilji sem minnst trufla flokkssystkin sín í Bretlandi, enda gætu hagsmunir Íslands verið í veginum fyrir aðildarumsókn að ESB.
mbl.is Vilja viðbrögð frá Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæluverkefni í forgangi

Það er alveg víst að breytingar á stjórnarskrá hafa engin áhrif á það alvarlega ástand sem nú er í landinu. En engu að síður skal þetta gæluverkefni tekið fram fyrir mikilvægari mál eins og álver í Helguvík. Við megum ekki við því að vingulsháttur stjórnmálamanna valdi því að mikilvæg tækifæri til atvinnusköpunar ónýtist.
mbl.is Harðar deilur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær minnkar eftirspurnin eftir lánsfé?

Hvað veldur því að á Íslandi er eftirspurn endalaus eftir lánsfé sama hvað það kostar? Þessi aumingjalega lækkun stýrivaxta er afleiðing af þessari brjálsemiseftirspurn annars vegar og hins vegar því að það var aldrei neitt að marka gaspur vinstri manna í vetur um Seðlabankann, stýrivextina, Davíð o.s.frv. Það er að vísu ekkert sem benti til þess að eitthvað væri að marka það, en þetta er staðfesting á því, hafi einhver þurft hana.
mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Det er jo livsfarlig å bo på Island

Þetta sagði við mig Norðmaður eftir að hafa horft á kvikmynd um gosið í Heimaey. Ég hélt það nú enda hefur enginn lifað það af hingað til.

Hvað sem segja má um friðlýsingu Geysis svæðisins þá er ljóst að ferðamenn á Íslandi eru ekki verndaðir fyrir náttúrunni og verða það aldrei. Það verður aldrei hægt að koma upp skiltum við hvern einasta hver um að vatnið sé heitt og geti brennt mann. Ekki heldur að óbeisluð Atlantshafsaldan við Suðurströndina getur hirt þá sem álpast út í, eða að brattlendi geti reynzt hættulegt o.s.frv. 

Eitt skilti á Keflavíkurflugvelli gæti þó gert sitt gagn og varað ferðamenn við landinu og náttúru þess!


mbl.is Geysir ekki verndaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri stjórn sem þjóðin vill ekki

Það er athyglisvert að Samfylking og VG eru í þessari könnun með meira fylgi samtals, en þeir sem vilja vinstri stjórn í skoðanakönnun á vísir.is í dag. Fólk áttar sig vonandi á því þegar nær dregur kosningum að kjósi menn annan hvort þessara flokka aukast líkur á vinstri stjórn. En skv visir.is vilja um 40% vinstri stjórn á móti 60 % þeirra sem ekki vilja slíkt stjórnarmynztur.
mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankahrunið og ábyrgðin

Eftir á að hyggja ( það er betra að vera vitur eftir á en alls ekki ! ) þá voru þrjú tímabil eftir að ákveðið var að einkavæða bankana. Fyrst hafði ríkið vald og getu til að setja þeim skorður. Á öðru tímabili uxu þeir öllu og öllum yfir höfuð. Gullrassarnir sem áttu allt og stjórnuðu bönkunum, höfðu í fullu tré við eftirlitsstofnanir, dómstóla og hvað sem heiti hefur. Í pólitíkinni studdi Samfylkingin þá. Á þriðja tímabili, eftir að bönkunum varð ekki bjargað, var það spurning hvort nokkur aðgerð af hálfu ríkisvalds hefði getað minnkað skellinn. Hefði einhverri slíkri aðgerð, ef gerð hefði verið, ekki verið kennt um fallið?

Hin pólitíska ábyrgð liggur hjá Framsóknarflokki, sem fór með bankamál á fyrsta tímabili og lengi síðan. Hjá Samfylkingu sem vann að fullu gegn öllum skorðum sem reynt var að setja gullrössum. Hjá Sjálfstæðisflokki sem var í stjórn allan tímann.

Þeir sem settu bankana á hliðina voru stjórnendur þeirra, þ.e. bankastjórar, bankaráð og ráðandi eigendur. Það má ekki létta því af þeim með því að benda á stjórnmálalega ábyrgð.


mbl.is Hér var ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónukjör

Með því að kjósendur raði á lista í kosningunum sjálfum, vita menn ekki
hvað þeir eru í raun að kjósa. Ef taka á upp almennt persónukjör, er
eina leiðin til þess að haldnar séu forkosningar þar sem allir listar
verði til röðunar. Það væri eins og sameiginlegt prófkjör allra flokka.
Með því móti vissi fólk hvað það væri að kjósa á kjördegi. Vill fólk
t.d. kjósa lista með annað hvort Margréti Sverrisdóttur eða Ólafi F
Magnússyni í efsta sæti þar sem aðeins einn kemst inn? svo dæmi sé
tekið úr fyrri kosningum. Væri ekki betra að hafa það á hreinu fyrir
fram?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 18124

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband