22.10.2011 | 12:42
Á formaður að vera sjálfkjörinn?
Þessi lófaklappsaðferð Samfylkingarinnar vekur athygli þeirra sem hafa kynnzt því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins er kjörinn. Þar er formaður aldrei sjálfkjörinn. Landsfundarfulltrúar skrifa nafn á blað, stinga því í kjörkassa og síðan er talið. Þegar formaður hefur verið kjörinn og tilkynnt um það, er varaformaður kjörinn með sama hætti. Þessi aðferð býður upp á það að fleiri geta fengið atkvæði en þeir sem lýst hafa yfir áhuga. Undirliggjandi óánægja með foryztu flokksins hefur þarna farveg til að sýna sig. Þessu er sem sagt öðru vísi farið hjá Samfylkingu. Þar klappa landsfundarfulltrúar einfaldlega fyrir formanninum en eru ekkert að spilla ánægjunni með kosningum. Formaður Vinstri grænna hefur frá upphafi þess flokks verið endurkjörinn með lófataki. Minnir óneitanlega á sterka foringja á öðrum menningarsvæðum.
![]() |
Jóhanna sjálfkjörin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skúli Víkingsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitthvað annað er þeirra kjörorð!
Eyjólfur G Svavarsson, 22.10.2011 kl. 14:37
Hjá Jafnaðarmönnum í Þýskalandi er alltaf kosið. Valið er á milli já, nei eða skilja eftir auðan seðil þegar einn er í framboði.
Ég hef orðið vitna að því að einn frambjóðandi fékk fleiri nei en já.
Stefán (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 06:24
Samála foringjaræði og flokksræði er búið að drepa niður allt lýðræði í landi voru!
Sigurður Haraldsson, 23.10.2011 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.