Leggjum forsetaembættið niður

Þessi niðurstaða forsetans, að synja lögunum staðfestingar, er mjög að mínu skapi. Það breytir því ekki að nú ætti að vinda að því bráðan bug að leggja niður embætti forseta Íslands. Það er í hæsta máta óeðlilegt að það fari eftir ákvörðun eins manns hvort lög sem alþingi hefur sett taki gildi eða ekki. Eftir fjölmiðlamálið á sínum tíma, var talað um forsetaembættið nánast sem helgan dóm af hálfu þáverandi stjórnarandstöðu. Það virðist hafa breytzt núna. Semja þarf á einhverjar reglur til þess að koma málum í þjóðaratkvæði, t.d. með atbeina einhvers tiltekins hluta Alþingis, þó alls ekki meirihluta. Meirihluti Alþingis ætti að sjálfsögðu að geta komið málum til þjóðaratkvæðis, en það sem skiptir máli eru þau mál þar sem vilji þings og þjóðar er ekki sá sami.

Nú getur stjórnin gert líkt og fordæmi er fyrir, lagt fram frumvarp um niðurfellingu laganna. Þá taka gildi lögin frá í haust . Fallist Bretar og Hollendingar ekki á það, er um tvennt að ræða, semja aftur eða ekki og þá þurfa þeir að kæra fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir hafa reyndar ekki hafnað samningnum eins og hann leit út skv. lögunum í haust. Það hefur ekkert frá þeim komið nema "no letter".


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta ræðst ekki af vilja eins manns. Lögin taka gildi núna, síðan ræðst það af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu hvort lögin haldi velli eður ei.

Bjarni Freyr Rúnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mér finnst nú Forsetinn vera akúrat að passa það að það séu ekki fáar hendur sem ráði þessu mikla máli. Hann er að hlusta á meiri hluta Þjóðarinnar og það ber honum skylda að gera.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.1.2010 kl. 11:40

3 identicon

Leggja niður embætti forseta? Er ekki allt í góðu hjá þér félagi, með fullri virðingu?

Eins og Bjarni Freyr benti á hefur forsetinn ekki vald skv. stjórnarskrá til að neita lögum, þ.e. hann hefur ekki neitunarvald. Lögin taka tímabundin gildi þangað til það kemur að þjóðaratkvæðargreiðslu eða að Alþingi felli frumvarpið.

Að auki, þá er forsetaembættið ekki valdaríkt heldur þvert á móti - hann hefur lítið sem ekkert vald. Forsetinn er nánast eingöngu þjóðartákn eða sameiningartákn Íslendinga. Gestgjafi annarra þjóðhöfðingja.

Mig sárnaði ágætlega í stoltið sem íslendingur að þú skulir hafa skrifað þetta.

Björgvin (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 11:40

4 Smámynd: Mofi

Mér finnst frábært að hafa þennan varnagla; að hægt er að vísa málum til þjóðarinnar. Sérstaklega hérna á Íslandi þar sem allir virðast kjósa samkvæmt hvaða flokki þeir eru í en ekki eftir þeirra eigin samvisku.  Þetta mál er að vísu ekki best til þess fallið að þjóðin kjósi um það en það er hún sem þarf að lifa með afleiðingarnar svo ekki svo vitlaust að hún ákveði. Þótt að vísu þjóðin hefur takmarkaða þekkingu til að taka góða ákvörðun í þessu tilfelli...

Mofi, 5.1.2010 kl. 11:49

5 Smámynd: Skúli Víkingsson

Málið er að við höfum ekki þann varnagla að hægt sé að vísa málum til þjóðarinnar. Forsetinn getur gert það ef honum sýnist svo. Þetta er mjög fornfálegt og ófullnægjandi kerfi. Ef upp koma mál sem líklegt er að þjóð og þing séu ekki sammála um, er nauðsynlegt að hafa raunverulegan kost á því að koma málinu til þjóðarinnar. Byrja mætti á því að tiltekomm minnihluti Alþingis geti krafizt þess. Þetta mætti gera strax með þeim lögum sem Alþingi þarf nú að setja um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Forsetaembættið er utan við þennan vandræðanagla, ekkert nema snobbið. Það er ekki sameiningartákn. Það eru hins vegar konungsembætti viðs vegar.

Skúli Víkingsson, 5.1.2010 kl. 13:12

6 identicon

Vissulega getur forsetinn synjað lögum staðfestingar eins og áður er komið fram. Spurningin er hins vegar sú hvar við eigum að draga mörkin varðandi aðkomu þjóðarinnar að lagasetningu. Það er nú einu sinni svo að á Íslandi búum við við fulltrúalýðræði auk þess sem landið telst vera lýðveldi.

Í fulltrúalýðræðinu felst það að þeir þegnar landsins sem hafa kosingarétt kjósa sér 63 fulltrúa hennar sér til lagasetningar. Auk þess kýs þjóðin sinn æðsta embættismann (ólíkt konungsríkjum). Saman fara þessir aðilar, þing og forseti, með löggjafarvaldið skv. stjórnarskrá. Með öðrum orðum, þeir eru kosnir til þess að setja okkur lög, þ.e. þingið með beinni lagasetningu og forseti með staðfestingu. Svona virkar okkar stjórnskipun einfaldlega skv. núgildandi stjórnarskrá. Sýnist svo sitt hverjum um hagkvæmni þessa fyrirkomulags.

Að mínu mati væri það algjörlega væri það ekki hagkvæmt að minnihluti þingsins gæti kallað á þjóðaratkvæðagreiðslu, slíkt gæti farið fram úr öllu hófi, jafnvel þó svo að það væri hægt að setja þess konar reglur með almennum lögum (þ.e. að ekki þyrfti að koma til stjórnarskrárbreyting). Slíkt fyrirkomulag, held ég, að yrði ávalt misnotað hér á landi, a.m.k. að því gefnu að hér sé þokkalega sterk stjórnarandstaða.

 Þegar öllu er á botninn hvolft eru tveir aðilar, kosnir í sitt hvorri þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem þurfa að samþykkja lög, þ.e. bæði þing og forseti (með undirskrift sinni). Nú virðist það líkavera svo að forseti muni hiklaust beita málskotsréttinum sé það augljós vilji þjóðarinnar að það sé gert. Það hlýtur að vera krafa í framtíðinni að málskotsrétti forsetaa verið hiklaust beitt í stærri málum, enda hefur það sýnt sig á síðustu árum að þessi réttur hans er klárlega til staðar.

Bjarni Freyr Rúnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skúli Víkingsson

Höfundur

Skúli Víkingsson
Skúli Víkingsson
Jarðfræðingur. Áhugamaður um allt mögulegt
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • veghefill
  • Capture
  • mynd Vodafone
  • vodafone eldgos
  • ...4050_974129

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband